Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ekta kartöflumús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorláksmessa er dagur skötunnar og margir gera sér glaðan dag með því að bragða á þessum sterka og sérstaka þjóðarrétti. Aðrir láta saltfisk, eða jafnvel sigin fisk, duga meðan restin fer sínar eigin leiðir í matavali. Við deilum hér uppskrift með ykkur að etka kartöflumús sem sómir sér vel með fiski dagsins.

Ekta kartöflumús

500 g soðnar kartöflur
30 g smjör
1 dl mjólk
1 dl steinselja, gróft söxuð
½ tsk. múskat, nýmulið
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Afhýðið kartöflurnar og bræðið smjörið í skaftpotti. Setjið karöflurnar út í smjörið og takið skaftpottinn af hitanum, stappið kartöflurnar vel saman við smjörið og bætið mjólkinni út í smáum skömmtum. Magn mjólkurinnar fer svolítið eftir því hvort kartöflurnar eru mjölmiklar eða ekki en það fer einnig eftir smekk hvers og eins. Ég nota yfirleitt u.þ.b. einn dl af mjólk. Stappið kartöflurnar þar til réttri áferð er náð og látið bæði steinseljuna og múskatið saman við og bragðbætið vel með pipar og salti. Hægt er að gera mismunandi útgáfur af kartöflumús, stundum set ég kóríander í stað steinselju og einnig má sjóða eða baka 1-3 hvítlauksgeira í ofni og stappa saman við. Hvítlaukurinn mildast verulega við eldun og gefur skemmtilegt bragð.

Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir

Sjá einnig:

Saltfiskur – kemur sífellt á óvart

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -