Fagmennska og fjör á Kokki ársins

Mikil spenna og gleði ríkti í Hörpu um síðustu helgi þegar Garðar Kári Garðarsson var krýndur kokkur ársins 2018 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Dómarar keppninnar. Frá vinstri, Viktor Örn Andrésson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Sturla Birgisson.

Þann 24. febrúar var haldin úrslitakeppni í Kokki ársins 2018 í Flóa í Hörpu. Blaðamenn Gestgjafans voru viðstaddir keppnina sem var mjög spennandi en þar tókust á fimm metnaðarfullir matreiðslumenn um þennan eftirsótta titil.

Dómnefndin samanstóð af ellefu reyndum matreiðslumönnum og yfirdómari var Christopher William Davidsen frá Noregi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri krýndi svo kokk ársins í lok kvöldsins en titilinn hlaut Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður hjá Eleven Experience – Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði.

Lesa má ítarlegri grein um keppnina ásamt myndum í næsta tölublaði Gestgjafans sem kemur út 7. mars nk.

AUGLÝSING


Myndir / Sigurjón Ragnar

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni