• Orðrómur

Ferskt salat með rækjum, mangó, eplum og kókos

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér er sumarlegt salat þar sem grillið er notað ásamt grænmetishnífnum. Góð ólífuolía gerir gæfumuninn þegar salöt eru annars vegar og við mælum svo sannarlega með að hvert heimili komi sér upp einni flösku af gæðaólífuolíu sem er hægt er að dreypa yfir salatið og reyndar flestan mat almennt.

 

Ferskt salat með rækjum, mangó, eplum og kókos
fyrir 2-4

½ rauðlaukur, skorinn þunnt
safi úr ½ límónu
½ rautt chili-aldin, fræhreinsað og saxað smátt
2 tsk. púðursykur
u.þ.b. 300 g risarækjur, ósoðnar
1 msk. ólífuolía
½ chili-aldin, saxað smátt
1-2 msk. límónusafi
1 vorlaukur, smátt saxaður
u.þ.b. 150 g blandað salat
2-3 hnefafyllir ferskur kóríander, saxaður gróft
½-1 epli, skorið í þunna strimla
½ mangó, skorið í sneiðar
1 dl kókosflögur, ristaðar

- Auglýsing -

Skolið rauðlaukinn vel undir köldu vatni og þerrið. Blandið honum saman við límónusafa, chili og púðursykur og blandið vel saman.

Látið standa í a.m.k. 30 mín. Blandið rækjum saman við olíu, chili, límónusafa og vorlauk og látið standa í a.m.k. 30 mín. Leggið gjarnan grillpinna í vatn á sama tíma. Hitið grillið á háum hita, þræðið rækjurnar upp á grillpinna og grillið þær í stutta stund á hvorri hlið, eða þar til þær hafa tekið fallegan lit og eru eldaðar í gegn.

Eldunartíminn getur verið mjög mismunandi eftir stærð rækjanna og grillsins sem er notað en athugið bara að það er ekki gott að elda risarækjur of lengi því þá verða þær seigar. Veltið rækjunum saman við laukblönduna. Setjið salat, kóríander, epli og mangó á disk og raðið rækjum og lauk yfir.

- Auglýsing -

Stráið ristuðum kókosflögum yfir salatið og dreypið salatsósunni yfir rétt áður en salatið er borið fram.

Salatsósa

1 dós kókosmjólk
3 kúfaðar msk. milt rautt karrímauk
1 tsk. sojasósa
4-5 cm bútur engifer, smátt saxaður
½ rautt chili-aldin, saxað gróft
börkur af 1 límónu
safi út ½ límónu
1 msk. fiskisósa

- Auglýsing -

Setjið kókosmjólk, karrímauk, engifer, chili og límónubörk í pott og sjóðið saman á vægum hita í 20-30 mín. eða þar til vökvinn hefur soðið niður um rúmlega helming. Takið þá af hitanum og sigtið. Látið kólna.

Bætið límónusafa og fiskisósu út í og braðgbætið með sojasósu og límónusafa ef þarf.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -