Ferskur og sumarlegur eftirréttur

Deila

- Auglýsing -

Eftirréttur er nauðsynlegur endapunktur á góðri grillveislu. Hér eru hugmynd að  skemmtilegum eftirrétti sem gaman er að bjóða gestum á sólríkum sumardegi.

 

Nektarínur og hindber

fyrir 4-6

4 nektarínur
100 g hindber
1 – 1 ½ dl sykur

Skerið nektarínur í tvennt og takið steininn úr. Það er gott að skera í kringum steininn, snúa létt þar til nektarínurnar losna í sundur og plokka síðan steininn úr með hníf. Raðið nektarínunum í form og dreifið hindberjunum yfir. Stráið sykrinum yfir og setjið formið á grillið þar til sykurinn hefur brúnast fallega og nektarínurnar mýkst svolítið. Eins má setja þetta undir grillið í ofninum í 10-15 mín.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Heiða Helgadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

- Advertisement -

Athugasemdir