2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fjörufjör með börnum

Ef börn eru spurð hvort megi bjóða þeim í fjöruferð er svarið undantekningarlaust: JAHÁ! Slíkar ferðir eru örugglega eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera með fjölskyldunni. Þær bjóða upp á að nýta sköpunarkraft ungra sem aldinna og lítil hætta er á að umhverfið skemmist þótt verið sé að kveikja eld, grafa holur eða tálga spýtur sem finnast í fjörunni.

Fjöruferð þarf ekki að kosta mikið og með lítilli fyrirhöfn er hægt að útbúa nesti sem hægt er að fullelda í fjörunni og úr því verður mesta fjör. Enginn hörgull er á skemmtilegum fjörum um allt landið. Margar þeirra eru í næsta nágrenni við höfuðborgina og jafnvel í henni sjálfri. Nægir að nefna Gróttu á Seltjarnarnesi sem er geysilega skemmtilegt útivistarsvæði eða Álftanes. Ef fara út fyrir höfuðborgina og í fjöru einhvers staðari uppi í sveit þá er vert að hafa í huga að sækja um leyfi á næsta bæ, sér í lagi ef grafa á holur eða kveikja eld, svo ekki sé talað um kræklingatínslu. Hér eru nokkrir skemmtilegir hlutir sem hægt er að gera með börnum í fjöruferð.

Sniðugt að grilla á spýtum:

Pylsur

Sykurpúða

AUGLÝSING


Ananas

Paprikur

Mangó

Brauð

Sveppi

Kúrbít

Nautakjötsbita

Lambakjötsbita

 

Nokkrir leikir sem hægt er að fara í í fjörunni:

Fleyta kerlingar

Strandablak

Ratleikur

Flöskustútur

Hver stal kökunni úr krúsinni á gær

Fleyta spýtur: Sá sem á spýtuna sem fer lengst út vinnur

Reipitog

Steinakast. Einum steini er stillt upp og sá sem getur kastað sínum steini næst honum vinnur.

 

14 góðir hlutir til að hafa með í fjöruferðina

Blómavír

Álpappír

Kol og olía

Eldspýtur

Teppi

Ílát

Blautþurrkur

Vasahnífur

Fötur til að tína skeljar í

Trjágreinar

Myndavél

Gítar

Söngbók

Góða skapið

Lestu meira

Annað áhugavert efni