Fljótleg asísk eggjakaka með tígrisrækjum

Deila

- Auglýsing -

Asísk eggjakaka (15 mínútur)
fyrir fjóra

Notið pönnu sem má fara inn í ofn t.d. pottjárnspönnu ef slík panna er ekki til látið þá lok yfir pönnuna og klárið að elda hana þannig.

6 egg
80 g sæt chilí-sósa
1 msk. ólífuolía
380 g hráar rækjur afþýddar og skornar eftir endilöngu
1 ½ dl. kóríander, fínt saxaður
3 vorlaukar, fínt skornir
1 tsk. sjávarsalt
1/2 tsk. nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 210°C. Brjótið eggin í skál og blandið sæt chilí-sósunni saman við. Sláið eggin létt saman með gaffli og setjið til hliðar. Hitið ólífuolíuna á pönnu á háum hita. Setjið rækjurnar, kóríanderinn og vorlaukinn á pönnuna og bragðbætið með salti og pipar og eldið í 1 mínútu. (Geymið smávegis af kóríander og vorlauk til að bera fram í lokin). Bætið eggjablöndunni á pönnuna og bakið í heitum ofni í 5 mínútur eða þar til eggin eru orðin stíf. Berið fram með auka chillí sósu, söxuðum kóríander og vorlauk.

Umsjón/Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Hákon Davíð Björnsson

- Advertisement -

Athugasemdir