Fljótlega tölublað Gestgjafans er komið út!

Nýjasta tölublað Gestgjafans er komið út, fljótlegar uppskriftir eru þar í aðalhlutverki.

Fljótlegt, gómsætt, fallegt og fróðlegt tölublað Gestgjafans er komið í verslanir! Dásamlegir pastaréttir, fljótlegir eftirréttir, sjúklegar samlokur sem hægt er að henda í á skotstundu og 10 æðislegir réttir á 20 og 30 mínútum.

Gómsætar uppskriftir úr maísmjöli ásamt poppi og plokkfiski eru meðal efnis og að þessu sinni eru uppskriftirnar í blaðinu tímamerktar. Spennandi matarboð hjá Ragnari Egilssyni matargrúskara og stofnanda Facebook-síðunnar S.U.M.A.R. eða samtök um matseld annarra ríkja, innlit á Skelfiskmarkaðinn sem er nýr og glæsilegur veitingastaður við Klapparstíg og skemmtilegt viðtal við hjónin í Friðheimum. Dominique fjallar um vín í reynslu, uppskeruna 2018 en einnig fræðir hún okkur um mismunandi ílát til gerjunar. Þetta og margt fleira fyrir önnum kafna sælkera.

 

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni