Fljótlegt og gerlaust haframjölsbrauð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér kemur mjög einföld uppskrift að góðu gerlausu brauði sem er tilvalið að skella í með stuttum fyrirvara. Fullkomið með súpu.

 

Fljótlegt og gerlaust haframjölsbrauð
u.þ.b. 12 sneiðar

3 ½ dl heilhveiti
3 ½ dl haframjöl
1 dl hveitkím
½ dl hörfræ
4 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
½ líter ab-mjólk
1-2 msk hunang
1 msk. sólblómafræ til þess að strá yfir (má sleppa)

Hitið ofn í 200°C. Setjið smjörpappír í jólakökuform. Setjið þurrefnin og fræ saman í skál, hrærið hungangi saman við ab-mjólk og blandið öllu saman með sleif.

Setjið deigið í formið og stráið sólblómafræjum yfir. Bakið í u.þ.b. 50 mín.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Alls ekkert flókið“ að ná tökum á súrdeigsbakstri

Bakarinn Marinó Flóvent Birgisson, kallaður Majó, hefur undanfarið birt gagnleg kennslumyndbönd á YouTube þar sem hann deilir fróðleik og kennir...