Það er alltaf skemmtilegt að bjóða upp á fingramat í bland við stærri rétti á hlaðborðinu. Hér kemur uppskrift að einföldum og fljótlegum fingramat sem krefst lágmarksundirbúnings.
Jalapeno- og paprikukúlur
um 40 kúlur
450 g rjómaostur
200 g sterkur cheddar-ostur
1 rauð paprika, smátt söxuð
4 msk. jalapeno-pipar, smátt saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
svartur pipar
3 msk. graslaukur,
smátt saxaður
3 msk. steinselja, smátt
söxuð
Setjið rjómaost, cheddar-ost, papriku, jalapeno-pipar og hvítlauk í matvinnsluvél. Bragðbætið með svörtum pipar og vinnið vel saman.
Mótið kúlur, um það bil í munnbitastærð, og veltið upp úr söxuðum graslauk og steinselju. Geymið kúlurnar í kæli þar til þær eru bornar fram.
Umsjón / Sólveig Jónsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.