• Orðrómur

Fljótlegur fingramatur í veisluna – Jalapeno- og paprikukúlur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er alltaf skemmtilegt að bjóða upp á fingramat í bland við stærri rétti á hlaðborðinu. Hér kemur uppskrift að einföldum og fljótlegum fingramat sem krefst lágmarksundirbúnings.

Jalapeno- og paprikukúlur

um 40 kúlur

450 g rjómaostur
200 g sterkur cheddar-ostur
1 rauð paprika, smátt söxuð
4 msk. jalapeno-pipar, smátt saxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
svartur pipar
3 msk. graslaukur,
smátt saxaður
3 msk. steinselja, smátt
söxuð

- Auglýsing -

Setjið rjómaost, cheddar-ost, papriku, jalapeno-pipar og hvítlauk í matvinnsluvél. Bragðbætið með svörtum pipar og vinnið vel saman.

Mótið kúlur, um það bil í munnbitastærð, og veltið upp úr söxuðum graslauk og steinselju. Geymið kúlurnar í kæli þar til þær eru bornar fram.

Umsjón / Sólveig Jónsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

- Auglýsing -

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -