Þriðjudagur 19. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fljótlegur forréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér er uppskrift að einföldum og ljúffengum forrétti sem sómir sér vel á hátíðarborð­inu. Hann er þannig úr garði gerður að hægt er að útbúa flest í hann nokkru áður en hann er snæddur. Þannig að ekki er mikil vinna að koma honum saman. Uppskriftin hentar líka sem snittur í veislur og fyrir kósíkvöld.

Hann er þannig úr garði gerður að hægt er að útbúa flest í hann nokkru áður en hann er snæddur.

REYKTUR LAX MEÐ EPLA- OG FENNÍKUMAUKI
fyrir 4
300 g reyktur lax
1 zip lock-poki (rennilásapoki,
fæst t.d. í IKEA)

Setjið flakið með roði í zip lock-­poka og reynið að lofttæma eins vel og þið getið. Sjóðið hálfan lítra af vatni í potti og kælið það svo með 4 dl af köldu vatni. Vatnið ætti að vera um 60°C. Setjið pokann út í vatnið og látið vera í minnst 20 mínútur með hlemmi.

Með þessari „heima“ sous vide-aðferð haldið þið hámarksbragði af laxinum en eldið hann örlítið. Hann ætti að verða mjúkur eins og smjör og auðvelt að taka hann í sundur án þess að skera með hníf.

Ef þið eigið ekki zip lock-poka getið þið sett laxinn í lofttæmdu pakkningunni beint út í í umbúðunum. Hann er oft með pappaspjaldi á roðhliðinni en það kemur ekki að sök á svona lágum hita í þetta stuttan tíma.

2 msk. ólífuolía
1 fenníka, skorin langsum í þunnar sneiðar
2 græn epli, afhýdd og skorin í bita
3 msk. vatn
safi úr einni límónu
1⁄2 tsk. salt
1⁄2 tsk. nýmalaður svartur pipar

Setjið fenníkuna í pottinn með olíunni og steikið hana þar til hún fer að mýkjast og brúnast lítillega. Bætið þar næst eplabitunum og vatninu saman við og sjóðið saman. Setjið hlemm á pottinn og gufusjóð­ið. Passið að hafa ekki of mikinn hita og ekki hafa pottinn of lengi á hellunni. Eplin eiga að vera byrjuð að detta í sundur en þó ekki að vera ekki maukuð. Setjið límónusafann, salt og pipar saman við. Setjið í ílát og kælið.

- Auglýsing -

2 mandarínur, hlutaðar í lauf

Skerið endana af mandarínunni og sneiðið börkinn af. Takið svo afhýdda mandarínuna í lófann og skerið laufin úr. Safnið þeim í skál og kreistið safann yfir. Það er hægt að geyma laufin í lokuðu ílátið í nokkra daga í kæli. Passið að skera ykkur ekki.

rósapipar til skrauts
steinselja til skrauts

- Auglýsing -

Skerið dökkt súrdeigs – eða snittu brauð í sneiðar, smyrjið með smjöri og steikið eða grillið á pönnu. Það er hæfilegt að hafa tvær sneiðar á mann. Setjið svolítið af mauki á hverja brauðsneið og síðan lax og mandarínulauf.

Umsjón / Gunnar Helgi
Mynd / Rut Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -