• Orðrómur

Fljótlegur og freistandi pastaréttur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einfaldur og bragðgóður réttur sem tekur aðeins 30 mínútur að útbúa.

Á Ítalíu er algengt að fólk borði pasta að minnsta kosti einu sinni á dag og fyrir marga er máltíðin ekki fullkomnuð nema pasta fylgi með í einhverju formi. Þar eru einnig margar hefðir og óskrifaðar reglur um hvernig sósa eigi að fylgja með ákveðnum tegundum af pasta.

Mér finnst alltaf eitthvað notalegt við skál af pasta, sérstaklega á köldum haustkvöldum og þessi uppskrift er ein af þeim sem eru í uppáhaldi hjá mér.

Tagliatelle með stökkri hráskinku, karamelliseruðum rauðlauk og fetaosti
Fyrir 4
400 g tagliatelle-pasta
3 msk. ólífuolía
12 sneiðar hráskinka
1 tsk. ferskt rósmarín, skorið fínt
1 tsk. rauðvínsedik
170 ml grænmetissoð, sjóðið 170 ml af vatni og leysið upp 1 tening af góðum blautum grænmetiskrafti til að búa til soðið
180 g svartar steinlausar ólífur
150 g karamelliseraður rauðlaukur (sjá uppskrift í gott og gagnlegt bls. 19)
100 g hreinn fetaostur
4 msk. fersk steinselja, skorin fínt

- Auglýsing -

Sjóðið pastað þar til það er al dente (sjá gott og gagnlegt bls. 10). Sigtið pastað þegar það er eldað og hellið yfir 1 msk. af ólífuolíu. Leyfið pastanu að vera í sigtinu á meðan sósan er kláruð. Hitið 2 msk. af ólífuolíu á pönnu á meðan pastað er að sjóða.

Steikið hráskinku og rósmarín saman í 2-3 mínútur eða þar til skinkan er orðin gyllt og stökk. Bætið rauðvínsedikinu, grænmetissoðinu, ólífunum og rauðlauknum á pönnuna. Eldið saman í 1 mínútu. Bætið pastanu saman við. Færið pastað upp á diska og stráið fetaostinum og steinseljunni yfir.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -