Flottur réttur í kvöldmatinn, matarboðið eða klúbbinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fimmtudagar eru hinir nýju föstudagar og gaman að gera vel við sig í mat og drykk. Pottréttir eru afslappandi og kjarngóður matur sem eru tilvaldir í kvöldmatinn ekki síst ef bjóða á í matarboð eða klúbb. Hér er uppskrift af geggjuðum pottrétti sem hægt er að græja með litlum fyrirvara.

 

Kókos-kjúklingapottréttur með basilíku
fyrir 4

700 g úrbeinuð kjúklingalæri
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
olía til steikingar
1 stór rauðlaukur, saxaður smátt
4-6 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2 jalapeno-aldin, fræhreinsuð eftir smekk og söxuð smátt
u.þ.b. 3 cm bútur ferskt engifer, rifinn fínt
1 dós kókosmjólk
hnefafylli fersk basilíka, gott að nota stilkana með
hnefafylli ferskur kóríander, gott að nota stilkana með
1 ½ msk. karríduft
½ tsk. chili-duft
börkur af 1 límónu
1-2 dl kasjúhnetur, ristaðar og
saxaðar gróft (má sleppa)
1 msk. maízena-mjöl
1 msk. kalt vatn
límónusafi, eftir smekk
hnefafylli fersk basilíka
hnefafylli ferskur kóríander
ristaðar kókosflögur

Kókos-kjúklingapottréttur með basilíku er flottur réttur í kvölmatinn, matarboðið eða klúbbinn. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Stráið salti og pipar á kjúklinginn. Hitið olíu á pönnu og steikið kjötið þar til það hefur brúnast fallega, best er að gera þetta í 2-3 skömmtum. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið rauðlauk út á pönnuna og steikið í nokkrar mín.

Bætið þá hvítlauk, jalapeno og engifer saman við og steikið áfram í nokkrar mín. Setjið kókosmjólk, kryddjurtir, krydd og límónubörk í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel saman. Setjið kjúklinginn aftur út á pönnuna og hellið kókosmjólkurblöndunni saman við ásamt ristuðum kasjúhnetum.

Hrærið létt í og látið malla undir loki við vægan hita í u.þ.b. 30 mín. eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Hrærið saman maízena-mjöl og kalt vatn og hellið út í, hrærið í þar til vökvinn er farinn að þykkna aðeins. Bragðbætið með salti, pipar og límónusafa eftir smekk.

Saxið ferska basilíku, kóríander og kókosflögur gróft og dreifið yfir þegar rétturinn er borinn fram með t.d. með hrísgrjónum og naan-brauði.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Hannes og Karen Ósk nýtt par

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali og einn eigenda Lind fast­eigna­sölu og Karen Ósk Þorsteinsdóttir, flugfreyja og naglasérfræðingur, eru nýtt...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -