• Orðrómur

Focaccia-brauð með timíani og sólþurrkuðum tómötum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er mjög einfalt að búa til þetta brauð og svo dásamlegt að borða það, hvort sem það er með pastaréttum, súpum eða bara eitt sér með til dæmis pestói.

Focaccia-brauð með timíani og sólþurrkuðum tómötum

1 meðalstórt brauð
3 tsk. þurrger
470 ml volgt vatn, um 40°C heitt
2 tsk. borðsalt
520 g brauðhveiti
60 ml ólífuolía
3-4 stangir rósmarín
6-7 stk. sólþurrkaðir tómatar,
saxaðir gróft
2 tsk. sjávarsalt

Hitið ofninn í 200°C. Ef notaður er blástur, munið þá að lækka ofnhitann um 15-20°C. Blandið geri, vatni og salti saman og látið standa aðeins og blandast vel. Blandið hveitinu saman við, blandið vel en ekki of lengi samt, deigið á að vera klístrað viðkomu.

- Auglýsing -

Látið hefast í að minnsta kosti 40 mín. Sjá hugmyndir að góðum stöðum til að láta deigið hefast hér annars staðar í greininni.

Mótið brauð úr deiginu, það má alveg vera aðeins óreglulegt í laginu. Þrýstið með fingrunum í deigið svo myndist holur í það, hellið ólífuolíunni í götin og út um allt brauðið. Dreifið rósmarínnálunum um brauðið ásamt sólþurrkuðum tómötum, svo að síðustu sjávarsaltinu. Bakið brauðið í 20 -22 mín. eða þar til það er orðið aðeins gullið að lit.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

- Auglýsing -

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -