2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fort Worth – hliðið að villta vestirnu

 

Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Mannlíf um ferðalag mitt til Dallas en ég fór til Texas með nokkrum evrópskum blaðamönnum síðasta sumar. Á þessu ferðalagi fór ég einnig til borgarinnar Fort Worth sem er sennilega minna kunn Íslendingum en borgin er skemmtileg og í raun mun meiri kúrekaborg en Dallas og því mæli ég með að þeir sem leggja leið sína á þessar slóðir heimsæki borgirnar báðar.

Fyrir þá sem ætla að dvelja allan daginn þarna mæli ég eindregið með því að fara í ferð í gamalli lest í 1920-stíl en hún fer um vín- og bómullarakra.

Ég dvaldi nokkrar nætur í Dallas og nokkrar í Fort Worth en það tekur einungis um 40 mínútur að aka á milli borganna. Þess má geta að borgirnar tvær eru svokallaðar systraborgir en flugvöllurinn er mitt á milli þeirra og þjónar þeim báðum.
Ég skoppa upp í langferðabílinn sem tekur af stað og ekur eftir hraðbrautunum sem hlykkjast hver undir aðra eins og spagettí í skál. Í útvarpinu glymur taktföst sveitatónlistin, ég dusta rykið af nýja Stetson-hattinum mínum og undirbý mig andlega fyrir komuna í kúrekabæinn Fort Worth. Úti er glaðasólskin, þrjátíu og átta stiga hiti og blásturinn frá loftkælingunni í bílnum er því kærkominn.

Butch Cassidy, Sundance Kid og fleiri alræmdir kúrekar
Stemningin í Fort Worth er allt önnur en í Dallas, þar finn ég meira fyrir villta vestrinu sem ég kannast við úr vestramyndunum sem Ríkissjónvarpið sýndi á mínum uppvaxtarárum. Hótelstarfsmaðurinn heilsar mér líflega með kveðjunni „howdy“ og það er notalegt. Í Fort Worth, sem var stundum kölluð hliðið að villta vestrinu, eru færri háhýsi og andrúmsloftið er meira eins og í vinalegum bæ en ekki borg. Þrátt fyrir þetta afslappaða bæjarandrúmsloft er borgin sú sextánda stærsta í Bandaríkjunum. Kúrekaarfleifðin er mikil og áþreifanleg í borginni sem þótti sérlega hættuleg á tímum villta vestursins en þar gengu um götur alræmdir kúrekar, á borð við Butch Cassidy, Sundance Kid, Sam Bass, Luke Short og skötuhjúin Bonnie and Clyde og nú er ég mætt. Ég set í mig fléttur, fer í brúnlitan kjól úr bómull, enda heitt, og skelli á mig svörtum ullarhattinum, pússa byssuna mína; myndavélina, og stilli mér upp fyrir framan spegillinn til að æfa kúrekasvipinn og stefni á Stockyards District.

AUGLÝSING


Stockyards District
Hverfið þykir að mörgu leyti einstakt í Bandaríkjunum enda telst það til sögulegra þjóðargersema og mikið er af minjum og byggingum sem tilheyra hinu villta vestri. Víða má finna verslanir sem selja ekta Texas-varning eins og kúrekahatta og stígvél svo fátt eitt sé nefnt. Vel er við hæfi að vera með flottan kúrekahatt á kollinum á meðan nautgripareksturinn (Herd Cattle Drive) fer fram en tvisvar á dag eru gripirnir reknir í gegnum aðalgötuna í Stockyards-hverfinu og þeim er stjórnað af styrkri hendi vel klæddra kúreka. Ýmislegt annað er gaman að gera á svæðinu eins og að skreppa á Stockyard-safnið eða rölta um með strá í munni, skoða húsin, dýrin og fólkið. Fyrir þá sem ætla að dvelja allan daginn þarna mæli ég eindregið með því að fara í ferð í gamalli lest í 1920-stíl en hún fer um vín- og bómullarakra.
Vefsíða: grapevinetexasusa.com/grapevine-vintage-railroad

Stemningin í Fort Worth er allt önnur en í Dallas, þar finn ég meira fyrir villta vestrinu sem ég kannast við úr vestramyndunum sem Ríkissjónvarpið sýndi á mínum uppvaxtarárum.

Margarítur til að svala þorstanum
Gott úrval er af matsölustöðum á Stockyard-svæðinu sem bjóða upp á tex-mex-matargerð, hamborgara eða væna steik. Einnig eru margar skemmtilegar ölstofur (saloon), kannski sem betur fer því þegar hitinn fer vel yfir 40°C sem var tilfellið í minni ferð þá er gott að stinga sér inn á ekta kúrekabar, eins og hinn sögufræga White Elephant Saloon, og svala sér á einni, tveimur eða jafnvel þremur margarítum og horfa á Texas-kúreka með hvíta barðastóra hatta dansa við dillandi sveitatónlist af taktfastri vissu.

Trylltir bolar
Þegar húmið leggst yfir og hitinn er orðinn dálítið bærilegri er kominn tími til að rölta yfir í Cowtown Coliseum og skella sér á Texas Rodeo. Ég viðurkenni að svitadroparnir sem runnu undan kúrekahattinum þegar ég settist á bekkinn innan um alla Texas-kúrekana voru ekki bara vegna hitans. Ég hafði nefnilega aldrei séð menn ríða trylltum bola sem þeysist um völlinn hoppandi og sparkandi í allar áttir þar til knappinn þeytist af. En það var eitthvað spennandi við að kynnast þessari menningu, eiginlega alveg magnað og verulega eftirminnilegt.

Ég viðurkenni að svitadroparnir sem runnu undan kúrekahattinum þegar ég settist á bekkinn innan um alla Texas-kúrekana voru ekki bara vegna hitans. Ég hafði nefnilega aldrei séð menn ríða trylltum bola sem þeysist um völlinn hoppandi og sparkandi í allar áttir þar til knappinn þeytist af.

Honky tonk á Texas-vísu
En hápunktur kvöldsins í þessu einstaka hverfi var að fara á ball á stærsta honky tonk-stað í heimi, Billy Bob´s Texas. Þótt gömlu Hollywood- og Broadway-skemmtistöðunum yrði smellt saman þá kæmust þeir ekki í hálfkvisti við Billy Bob´s Texas. Þegar ég gekk inn missti ég bókstaflega andlitið, þetta var ekki bara skemmtistaður heldur heil veröld út af fyrir sig. Frumskógur af neon-skiltum hvert sem litið var, billjardborð, ródeó, matsölustaðir og barir út um allt, nokkur dansgólf og tónleikasvið þar sem afar vinsæl sveitahljómsveit lék við mikinn fögnuð áhorfenda. Ég og föruneyti settumst á einn af mörgum matsölustöðunum og horfðum á flottar konur í kúrekastígvélum og stuttbuxum öskra af gleði við að hittast og karla með hvíta JR-kúrekahatta sem gengu í hringi til að sýna sig og sjá aðra. Eftir einhverja drykki var ekki eftir neinu að bíða og við þutum út á dansgólfið og reyndum að taka þátt í honky tonk-dansinum, það var sérlega gaman en ég held að Texas-búarnir sem horfðu á okkur Evrópubúana hafi skemmt sér enn betur. Ég ætla aftur í Stockyards-hverfið í Fort Worth.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni