Þegar kemur að kokteilum er gaman að prófa að bregða aðeins út af vananum og breyta einhverju hráefni og leika sér með bragðefni. Hérna er einn frábær föstudagskokteill sem sló í gegn í tilraunareldhúsi Gestgjafans. Skál í boðinu!
Ástaraldin og vanilla
1 drykkur
50 ml gin, við
notuðum Martin
Miller‘s Gin
50 ml Passoa
2 tsk. vanillusykur
2 ástaraldin, skorin í tvennt og innihaldið skafið út
sódavatn, til að fylla upp í glasið
Setjið allt hráefnið fyrir utan sódavatnið í kokteilhristara með klökum og hristið vel. Hellið í gegnum sigti yfir í glas sem fyllt hefur verið með klökum og fyllið glasið með sódavatni.
Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.