Framandi og bragðmikill réttur frá Afríku

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Pottrétti er afar þægilegt að elda og ekki spillir fyrir að þeir verða oft betri daginn eftir þegar kryddin hafa náð að sogast vel inn í allt hráefnið. Í nánast öllum menningarsamfélögum fyrirfinnast einhverskonar gerðir af pottréttum eða pönnuréttum og því af mörgu að taka. Íslendingar virðast margir hverjir vera hrifnir af bragðmiklum mat og því ákváðað ég að vera á framandi og bragðmiklum nótum hér.Hægt er að skipta kjötinu í uppskriftinni út fyrir annað hráefni ef áhugi er fyrir því. Njótið vel.

AFRÍKANSKUR RÉTTUR MEÐ STEIKTUM KÓKOS OG BÖNUNUM
Fyrir 4-6

6 msk. bragðlítil olía
2 laukar, saxaðir
3-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. karry madrass, sterkt
1 ½ tsk. kumminduft
½ tsk. paprikuduft
¼ tsk. kanill
¼ tsk. chili-duft
3 msk. pálmasykur eða púðursykur
4-5 kjúklingabringur, skornar í strimla

Hitið 3 msk. af olíu í stórum potti og steikið laukinn við meðalhita í nokkrar mínútur og bætið þá hvítlauknum saman við. Passið að laukurinn brúnist ekki. Bætið nú við kryddunum og steikið í 1-2 mínútur. Setjið laukblönduna í stóra skál og blandið sykrinum og restinni af olíunni saman við og kælið. Blandið kjúklingnum saman við blönduna og látið filmu yfir. Setjið réttinn í ísskáp og látið marínerast í a.m.k. 30 mínútur, má vera lengur.

1 dós (400 g) plómutómatar
8 msk. sojasósa
2 tsk. hvítvínsedik
svartur nýmalaður pipar
1 ½ dós hrein jógúrt

Steikið kjúklinginn í stórum potti með blöndunni í nokkrar mínútur. Hellið tómötunum saman við réttinn og skerið þá síðan smátt með hníf og gaffli í pottinum. Setjið sojasósuna og edikið saman við og kryddið með pipar. Farið varlega í að salta réttinn þar sem sojasósan er sölt. Látið nú réttinn malla á meðalhita í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Setjið jógúrt saman við í lokin.

1 rauð paprika, skorin í strimla
1 græn paprika, skorin í strimla
1 stór banani, sneiddur
3-4 msk. kókosmjöl og kókosflögur
2 msk. steinselja, má sleppa

Hitið pönnu og þurrsteikið paprikustrimlana í nokkrar mínútur, setjið bananasneiðarnar á pönnuna og látið brúnast í 2-3 mínútur, setjið kókosmjöl og -flögur saman við og látið einnig brúnast í nokkrar mínútur, passið að kókos brennur fjótt. Hellið þessu öllu ofan á réttinn áður en hann er borinn fram og sáldið smávegis af steinselju yfir allt ef þið viljið. Hrísgrjón eða kúskús passar vel með þessum rétti.

Mynd / Karl Petersson

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -