Franskar með kóresku nautakjöti, vorlauk og kóríander

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Franskar eru alltaf klassískar en til að taka þær upp á næsta stig er sniðugt að setja ýmislegt góðgæti ofan á þær, það breytir þeim í einskonar smárétt sem henta vel til dæmis í saumaklúbba eða aðra vinahittinga.

Franskar með kóresku nautakjöti, vorlauk og kóríander

fyrir 2-4

KÓRESKT NAUTAKJÖT

2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk. sykur
2 msk. sesamolía
2 msk. olía
2 msk. mirin
125 ml sojasósa
500 g nautakjöt, ribeye, sirloin eða flankasteik, skorið í þunnar sneiðar

Blandið öllu hráefninu vel saman í skál. Setjið í rennilásapoka eða grunnt mót og látið inn í kæli í 12 klst.

MEÐLÆTI MEÐ KÓRESKUM FRÖNSKUM

125 g japanskt majónes eða annað gott majónes
3 msk. sriracha-sósa, eða önnur ósæt chili-sósa
50 g rifinn cheddar-ostur
1 vorlaukur, þunnt skorinn
1 tsk. sesamfræ
ferskur kóríander, til að bera fram

ÞYKKSKORNAR FRANSKAR

2 kg sterkjumiklar stórar kartöflur, allar svipaðar að stærð
olía til að djúpsteikja
sjávarsalt

Afhýðið kartöflurnar og skerið meðfram þeim þannig að kartöflurnar verði kassalaga. Skerið kartöflurnar langsum í sneiðar sem eru u.þ.b. 1 cm þykkar. Skerið því næst sneiðarnar í þykkar franskar. Hitið djúpsteikingarpott með olíu eða hitið olíuna í stórum þykkbotna potti. Olían ætti að vera 190°C þegar frönskurnar eru steiktar. Setjið frönskurnar í skál með ísköldu vatni og látið standa í 5 mín. Það hjálpar til við að losa um sterkjuna í kartöflunum og kemur í veg fyrir að þær festist mikið saman þegar þær eru steiktar. Sigtið frönskurnar frá vatninu og þerrið mjög vel. Steikið frönskurnar í skömmtum. Gott er að steikja hnefafylli af frönskum í einu.

Steikið frönskurnar í 3-4 mín. Setjið þær á pappír og endurtakið ferlið með restina af frönskunum. Dreifið úr þeim á þurran eldhúspappír. Eftir að þær hafa verið steiktar er hægt að halda þeim heitum inn í heitum ofni á meðan restin af uppskriftinni er búin til eða steikið þær allar saman í litla stund rétt áður en þær eru bornar fram þannig að þær séu allar jafnheitar.

Blandið saman majónesi og sriracha-sósu í litla skál og setjið til hliðar. Hitið stóra pönnu og hafið á háum hita. Setjið kryddlegna kjötið ásamt restinni af kryddleginum út á pönnuna og steikið saman í 3-4 mín.

Setjið frönskurnar á stóran disk eða fat og dreifið eldaða nautakjötinu og ostinum yfir þær.
Setjið nokkrar doppur af majónesi inn á milli og dreifið sneiddum vorlauk, sesamfræjum og kóríander yfir.

Berið fram strax, berið fram aukalega chili-sósu ef vill.

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -