2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Franskar pönnukökur frá Bretagne-skaganum

Hjónin Gunnar Haraldsson hagfræðingur og Sólrún Sverrisdóttir lögfræðingur bjuggu í Frakklandi um nokkurt skeið og tóku með sér ýmsar hefðir þaðan þegar þau fluttu heim. Þau tóku vel í að gefa okkur uppskrift að franska uppáhaldsréttinum sínum. En Gunnar segir að þeim finnist hann svo frábær af því að hann er svo einfaldur.

 

„Þegar við bjuggum í París heimsóttum við oft Hautiére-fjölskylduna sem eru miklir vinir okkar en þau búa á Bretagne-skaganum þaðan sem pönnukökurnar koma en þau elda þennan rétt gjarnan fyrir okkur þegar við heimsækjum þau.“

Gunnar Haraldsson og Sólrún Sverrisdóttir bjuggu í Frakklandi um nokkurt skeið og gáfu okkur uppskrift að  uppáhalds franska réttinum sínum. Mynd/Hallur Karlsson

Bretagne-pönnukökur

330 g bókhveiti
u.þ.b. 800 ml vatn salt
1 egg
klípa af smjöri, til að steikja upp úr

AUGLÝSING


Ofan á
smjörklípa
egg
skinka, í bitum
Emmental-ostur, rifinn
pipar og salt, til að bragðbæta

Blandið vatninu saman við bókhveitið í litlum skömmtum og látið svo saltið saman við í lokin ásamt egginu. Deigið á að líta út eins og rjómi. Setjið deigið inn í ísskáp og látið það hvíla í 2 klst. Hitið pönnukökupönnu með smávegis smjörklípu og steikið pönnukökur, þær þurfa ekki endilega að vera þunnar, fer eftir smekk. Þegar pönnukökurnar eru tilbúnar er smjör borið á pönnukökuna á pönnunni og eitt egg spælt ofan á pönnukökunni. Þegar eggið er orðið nokkuð steikt er skinkubitum bætt í kringum eggjarauðuna, rifnum Emmenthal- -osti sömuleiðis og að lokum saltað og piprað eftir smekk. Þegar osturinn er farinn að bráðna skal loka pönnukökunni að hluta. Best að bera fram sem allra fyrst. Í raun má setja ýmislegt út á í stað eggs og skinku, en þessi útgáfa er klassísk. Einföld og vinsæl, ekki síst meðal barna.

Sjá einnig: „Frönsk matargerð þarf alls ekki að vera flókin“

Lestu meira

Annað áhugavert efni