• Orðrómur

Fróðleikur um tómata – fyrst ræktaðir á Íslandi árið 1913

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á ítösku heitir tómatur pomodoro, eða gullepli eins og það myndi útleggjast á íslensku. Þetta vinsæla „grænmeti“ er í raun ekki grænmeti heldur ber en það er skylt kartöflum, eggaldinum og paprikum. Þetta rauða ber var úrskurðað sem grænmeti af hæstarétti Bandaríkjanna vegna tolla og hefða á seinni hluta 19. aldar.

Tómaturinn er upprunninn í Suður- og Mið-Ameríku og jafnvel er talið að hann hafi verið ræktaður á þessum slóðum fyrir um 3000 árum en einnig eru vísbendingar um að hann hafi breiðst út sem illgresi á baunaökrum.

Kom með landkönnuðum úr Vesturheimi til Spánar

Evrópubúar kynntust tómötum ekki fyrr en á 16. öld þegar landkönnuðir frá Vesturheimi komu með hann yfir hafið til Spánar. Í fyrstu voru tómatar notaðir til skrauts og sem skordýrafæla því fólk þorði ekki að leggja sér hann til munns enda talinn eitraður og geta orsakað krabbamein, gigt og mögulega ýtt undir óseðjandi kynhvöt … hvílíkt böl. En fljótt breiddust þó tómatar út í kringum Miðjarðarhafið og um alla Evrópu.

- Auglýsing -

Voru fæða fátæka fólksins

Það voru Ítalir sem tóku fyrst ástfóstri við tómata og vitað er að þeir bárust til SuðurÍtalíu árið 1522 og voru í fyrstu fæða fátæka fólksins en undir lok 17. aldar var notkun þeirra orðin nokkuð algeng á Spáni og í byrjun 18. aldar voru tómatar ræktaðir víða í Frakklandi. Tómatar bárust til Norður- Ameríku með Thomas Jefferson, þriðja forseta Bandaríkjanna. Hann heillaðist af þeim þegar hann var við störf í Bretlandi en hann ku hafa verið mikill áhugamaður um garðrækt.

Fyrstu íslensku tómatarnri voru ræktaðir að Reykjum í Mosfellssveit árið 1913.

- Auglýsing -

Fyrst ræktaðir á Íslandi árið 1913

Fyrstu íslensku tómatarnir voru ræktaðir að Reykjum í Mosfellssveit árið 1913 og fljótlega urðu þeir vinsælir hér á landi en Jóninna Sigurðardóttir bætti þeim við í aðra útgáfu af matreiðslubók sinni sem heitir því skemmtilega nafni Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka. Í dag eru tómatar ræktaðir víða hér á landi en íslensk tómataræktun er sú nyrsta í heimi en tómatar eru algengasta ræktaða grænmeti í heimi. Til eru mörg afbrigði af tómötum, allt frá stórum buffalótil kirsuberjatómata en þeir eru misjafnir að lögun, stærð og bragði og til eru nokkrir litir, grænir, gulir og rauðir, rauðir eru þeir allra algengustu. Tómatar þurfa hita, birtu og mikið vatn til að vaxa og dafna og eru þess vegna víða ræktaðir í gróðurhúsum. Býflugur eru notaðar til að frjóvga plönturnar og skordýr eru notuð til að halda skaðvöldum og sjúkdómum í skefjum.

Góðir fyrir heilsuna

- Auglýsing -

Tómatar þykja einstaklega hollir en þeir innihalda mikið magn af C-vítamíni, fólínsýru og nokkurt magn af E- og A-vítamíni. Þeir eru einnig mjög trefjaríkir og í þeim finnst litarefnið líkófín sem er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og talið geta fyrirbyggt blöðruhálskrabbamein en í mörgum Miðjarðarhafslöndum þar sem neysla tómata og tómatafurða er mikil er sjúkdómurinn sjaldgæfari en annars staðar. Til að auka líkófín í tómötum er mikilvægt að borða þá eldaða.

Geymsla á tómötum

Til að tómatar verði sem bestir á bragðið ætti aldrei að geyma þá í ísskáp heldur ættu þeir að vera geymdir á eldhúsborðinu við stofuhita. Oft eru þeir bestir þegar þeir hafa staðið og þroskast á eldhúsborðinu í nokkra daga og ef flýta þarf fyrir þroska þeirra má setja þá út í glugga í sól, t.d. daginn áður en á að nota þá. Ofþroskaða tómata má setja í pott og sjóða niður í sósu, einnig er tilvalið að krydda þá og setja á þá olíu og balsamedik og baka í ofni. Ágæt regla er að geyma banana og tómata ekki á sama stað þar sem þeir geta þroskast of mikið og skemmast fljótt.

Hér má finna frábæra uppskrift að djúpsteiktum spínatbolluum með tómata-chutney.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Ætar plöntur

Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur fræðir lesendur um nokkrar ætar plöntur.   „Skjaldflétta er klifurblóm sem skartar appelsínugulum blómum, hún er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -