Fullkomið snarl fyrir börnin

Deila

- Auglýsing -

Þetta snarl er sérstaklega barnvænt og gaman að fá börnin til að aðstoða við undirbúningin.

 

Mörg okkar erum við með börnin meira heima við í ljósi ástandsins og vantar ef til vill hugmyndir að hollu og góðu snarli. Hægt er að kaupa þurrkað ávaxtanammi víða en afhverju ekki að búa til sitt eigið, tilvalið til að stytta sér stundirnar og börnum finnst spennandi að hafa gert snarlið frá grunni.

Bakaðar jarðaberjalengjur

u.þ.b. 10-12 lengjur

Hér er hægt að skipta jarðaberjunum út fyrir önnur ber eða ávexti, til dæmis er gott að nota þroskað mangó og sleppa þá sítrónusafanum.

500 g jarðaber
2 msk. sykur, eða önnur sæta, má sleppa
2 msk. sítrónusafi

Hitið ofn í 80°C. Setjið silikon mottur á 2 bökunarplötur, ef sílikonmottur eru ekki til þá er hægt að setja plastfilmu yfir bökunarplöturnar. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til allt hefur samlagast vel. Hellið blöndunni í gegnum sigti til að losna við fræin ef vill. Hellið blöndunni á bökunarplöturnar og dreifið vel úr með sleikju þannig að blandan sé jafn þykk allstaðar.

Bakið í 3 klst. eða þar til blandan er ekki lengur klístruð, gott er að snúa plötunum við þegar bökunarferlið er hálfnað. Einnig er hægt að stilla ofninn á 50°C og þurrka jarðaberin yfir nótt. Setjið bökuðu berjablönduna á bretti og skerið í lengjur langsum. Klippið út smjörpappír þannig að hann passi ofan á berjalengjurnar og rúllið þeim upp þannig að smjörpappírinn fari á milli. Geymið berjalengjurnar í loftþéttu íláti.

 

- Advertisement -

Athugasemdir