• Orðrómur

Fullkominn forréttur á græna matarborðið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér deilir grænkerinn og sælkerinn Hanna Hlíf Bjarnadóttir uppskrift að forrétt sem er fullkominn á græna matarborðið.

 

Aspas í kexostahjúp
fyrir 4

1 búnt ferskur spergill (aspas), um 8 stk.
1 tsk. salt
50 g old cheddar-ostur, rifinn
1 egg
10-12 chili-kexkökur, muldar
pipar eftir smekk

Sjóðið spergilinn í saltvatni í um 5 mín, ég læt endann á stilkunum vera fyrst ofan í vatninu og svo þegar þeir mýkjast ýti ég restinni ofan í og læt toppinn aðeins sjóða í u.þ.b. 1 mín.

- Auglýsing -

Blandið ostinum, mulda kexinu og piparnum saman, sláið eggið saman í skál, veltið sperglinum upp úr egginu og svo upp úr ostamylsnunni.

Setjið á bökunarpappír og síðan inn í 180°C ofn í um 15 mín. eða þar til osturinn er orðinn gullinn að lit.

Aspas í kexostahjúp er frábær forréttur.

- Auglýsing -

Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -