• Orðrómur

Fylltar snakkskálar með osti og beikoni – fullkomið á föstudegi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þetta er fullkominn föstudagsréttur. Snakkskálarnar er mjög sniðugt að bjóða upp á í hvaða veislu eða teiti sem er. Þægilegur fingramatur sem einfalt er að hafa t.d. í standandi boði þar sem engir diskar eru notaðir.

FYLLTAR SNAKKSKÁLAR MEÐ OSTI OG BEIKONI

Fyllingin ætti að duga í 45-50 snakkskálar.

200 g rjómaostur
100 g íslenskur cheddar-ostur, rifinn
150 g piparostur (1 piparostur) rifinn
1 meðalstór skalotlaukur, saxaður smátt
2 msk. jalapeno úr krukku, smátt skorið eða 1 msk. ferskur, saxaður
8 sneiðar beikon, steikt og skorið í smáa bita
50 Tostitos-snakk/skálar, fást t.d. í Hagkaup

- Auglýsing -

Hitið ofninn í 200°C. Klæðið tvær ofnplötur með bökunarpappír. Hrærið ostategundirnar saman í skál og bætið svo öllu hinu saman við. Setjið fyllingu í hverja skál og bakið í 5-6 mín. eða þar til osturinn fer að krauma og brúnast aðeins.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -