• Orðrómur

Gáfu allt upp á bátinn til að flytja til Íslands

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjónin Caroline Cheron og Benoît Chéron hafa búið á Íslandi í rúmlega ár en þau féllu kylliflöt fyrir landi og þjóð fyrir þremur árum þegar þau voru hér á ferðalagi. Þau komu að ári til að kanna betur möguleikann á því að flytja til Íslands sem þau gerðu ári seinna með börnin sín þrjú.

 

Hjónin eru frá Le Mens í Vestur-Frakklandi en höfðu búið í Lúxemborg um nokkurt skeið áður en þau sögðu störfum sínum lausum og eltu drauminn um að flytja til Íslands. Caroline starfaði og starfar reyndar enn sem innanhússarkitekt en Bonoît var í viðskiptum og hefur nú stofnað ráðgjafafyrirtæki á því sviði.

Eins og allir Frakkar þá elska þau að borða og voru heldur betur til í að deila með okkur einhverjum góðum frönskum uppskriftum en þau eru að eigin sögn dugleg að elda og sérstaklega að baka. Caroline segir að þau séu mikið fyrir sætindi og því valdi hún að gera „café gourmand“ sem sé í raun bara kaffi, eða te, borið fram með litum sætum bitum. Café gourmand er oft á matseðlum á frönskum veitingahúsum um þessar mundir. Súkkulaðikakan er uppskrift frá mömmu Caroline og súkkulaðimúsin er uppskrift frá ömmu hennar.

Espresso-kaffi, súkkulaðimús, bláberja-financier, bláberjajógúrtís, lekandi súkkulaðikaka

- Auglýsing -

allar uppskriftirnar eru fyrir 4

Súkkulaðimús
3 egg, eggjahvítur
salt á hnífsoddi
100 g dökkt súkkulaði

Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, kælið aðeins og blandið svo hvítunum varlega saman við súkkulaðið og setjið í falleg lítil glös. Látið stífna í ísskáp í u.þ.b. 2 klst.

- Auglýsing -

Bláberja-financier
65 g flórsykur
25 g hveiti
25 g möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
2 eggjahvítur
25 g smjör +
2 msk. til að
smyrja formin
bláber

Setjið flórsykur, hveiti, möndlumjöl og lyftiduft í hrærivélarskál og blandið saman á hægum hraða. Bætið eggjahvítunum varlega saman við. Bræðið smjörið í skaftpotti á meðalhita þar til það er orðið rafgyllt að lit, látið það kólna aðeins og bætið því við blönduna og hrærið í allan tímann. Látið filmu yfir deigið og látið það hvíla í 1 klst. í ísskáp.

Hitið ofn í 180°C. Smyrjið financier-formin og hellið svolitlu deigi í hvert, setjið 2-3 bláber í hvert form og hellið restinni af deiginu yfir. Bakið í 10-12 mín. eða þar til kökurnar eru orðnar gylltar að lit.

- Auglýsing -

Takið úr ofninum og látið kökurnar kólna aðeins áður en þær eru teknar úr formunum.

Espresso-kaffi, súkkulaðimús, bláberja-financier, bláberjajógúrtís, lekandi súkkulaðikaka. Mynd/Hallur Karlsson

Bláberjajógúrtís
250 g bláber
70 g sykur
1 msk. sítrónusafi
400 ml grísk
jógúrt
50 ml sýrður
rjómi

Fyrir þá sem eiga ekki ísvél er best að hræra saman bláber, sykur og sítrónusafa í hrærivél og láta ganga í nokkrar mínútur. Bætið svo restinni af hráefninu saman við og hellið í form klætt filmu og frystið í a.m.k. 4-6 klst. Þeir sem eiga ísvél setja allt hráefnið í vélina.

Coulant au chocolat
75 g sykur
2 egg
40 g hveiti
sigtað
80 g dökkt
súkkulaði
80 g smjör

Hitið ofn í 180°C. Smyrjið lítil hvít eldföst mót. Hrærið saman sykur, egg og hveiti. Bræðið súkkulaðið með smjörinu yfir vatnsbaði, kælið aðeins og bætið við deigið. Hellið í formin og bakið í 6-8 mín. Yfirborðið verður að vera bakað en innsti hlutinn blautur. Gott er að stinga beittum hníf í kökurnar, hann á að vera blautur á endanum. Berið kökurnar fram heitar.

Sjá einnig: „Frönsk matargerð þarf alls ekki að vera flókin“

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -