2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gagnleg grillráð

Grilltímabilið er hafið hjá mörgum. Hér eru nokkur ráð sem koma að góðum notum.

Best er að hita gasgrill, með lokið á, í 10-15 mín. áður en byrjað er að grilla.

Gott er að nota kjöthitamæli þegar verið er að grilla stórsteik til þess að sjá hvenær steikin er tilbúin en skiljið EKKI hitamælinn eftir í steikinni á grillinu nema nokkrar mínútur í einu. Stingið mælinum í steikina stuttu áður en áætluðum steikingartíma lýkur.

Skerið burtu mestu fituna af kjötinu áður en það er grillað. Það minnkar líkurnar á því að fita leki niður í grillið og kveiki í kjötinu.

AUGLÝSING


Gott er að nota töng eða spaða frekar en að stinga gaffli í hráefnið, til að missa ekki safann úr kjötinu eða grænmetinu. Ekki ýta á kjöt eða annað hráefni með spaðanum þegar þú grillar. Þá ertu bara að þrýsta vökvanum út og hráefnið verður miklu verra fyrir vikið.

Ef steikin er ekki fullsteikt fjarlægið þá hitamælinn og steikið áfram um stund en athugið síðan aftur með mælinum hvort kjötið er fulleldað.

Kolagrill eða gasgrill?

Kolagrill

Kostir: Maturinn fær djúpt reykt bragð, grillið nær meiri hita en gasgrill og heldur því betur.

Gallar: Það tekur tíma að brenna kolin og ná upp hita í grillinu og ytri aðstæður, eins og veður og vindur, geta haft áhrif á eldunina.

Gasgrill

Kostir: Auðvelt er að hita grillið og grillarinn hefur mikla stjórn yfir matseldinni.

Gallar: Maturinn fær ekki sama reykta bragðið og þegar lokið er opið snarfellur hitinn á grillinu.

Texti / Folda Guðlaugsdóttir og Nanna Teitsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni