Geggjað fljótlegt og ferlega gott – Sítrónulax

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lax er algert hnossgæti og ekki spillir fyrir að hann er meinhollur og fljótlegur að elda. Hér er uppskrfit sem klikkar aldrei en hún er ofur einföld og hægt að gera hana í ofni eða á grillinu. Berið fram með góðum nýjum íslenskum kartöflum og salati.

Sítrónulax
fyrir 4

900 g lax
1 sítróna
4-5 greinar ferskt tímían
1 hvítlauksgeiri, þunnt sneiddur
2-3 msk. ólífuolía
gróft salt og nýmalaður pipar

Stillið ofn á 180°C. Snyrtið laxaflakið og leggið í eldfast mót. Skerið nokkrar litlar raufar í laxinn, skerið jafnmargar þunnar sneiðar af sítrónunni og setjið í raufarnar ásamt hvítlauksneið og tímíangrein. Kreistið safann úr afganginum af sítrónunni yfir flakið og dreifið ólífuolíu yfir. Kryddið með salti og pipar og bakið í ofni í u.þ.b 10-15 mín. Berið fram með góðum kartöflum, fersku salati og  kreistið ferskan sítrónusafa yfir.

Uppskrift/Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira