Geggjað granóla með kókos – Meinhollir tröllahafrar í aðalhlutverki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér kemur uppskrift að geggjuðu granóla með kókos. Við notum tröllahafra í þetta granóla en hafrar þykja sérlega hollir en þeir innihalda góð kolvetni, prótín og trefjar ásamt því að vera stútfullir af vítamínum og þá sér í lagi B og E-vítamínum og þeir innihalda töluvert magn af steinefnum.

Þrátt fyrir að vera kolvetnamiklir þá eru hafrar með lágan sykurstuðul, þ.e.a.s. þeir gefa góða orku í langan tíma án þess að blóðsykurinn hækki mikið. Hafrar eru líka mettandi og því er síður hætta á að við verðum fljótt svöng t.d. eftir að hafa borðað hafragraut. Hafrar hafa góð áhrif á meltinguna og regluleg neysla þeirra er talin hafa lækkandi áhrif á slæma kólesterólið í líkamanum.

Granóla með kókos

u.þ.b. 500 g

- Auglýsing -

50 ml sólblómaolía eða jarðhnetuolía
70 ml hlynsíróp
300 g tröllahafrar
60 g graskersfræ
40 g sólblómafræ
40 g hörfræ
½ tsk. kanill
1 tsk. engifer, þurrkað
50 g kókosflögur, ristaðar

Hitið ofn í 180°C. Setjið olíu og hlynsíróp saman í lítinn pott og komið upp að suðu, látið malla í 2-3 mín. Setjið hafra, graskersfræ, sólblómafræ, hörfræ, kanil og engifer í stóra skál og blandið saman. Hellið olíublöndunni yfir þurrefnin og blandið saman þar til allt hefur samlagast vel.

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hellið granólablöndunni yfir, jafnið út með bakhliðinni á skeið og bakið í 35-40 mín., hrærið af og til í blöndunni yfir eldunartímabilið til að tryggja jafna eldun. Látið kólna og blandið því næst ristuðum kókosflögum saman við.

- Auglýsing -

Geymið í loftþéttum umbúðum við stofuhita.

Hver er munurinn á granóla og múslí?

Helsti munurinn á granóla og múslí er sá að þegar granóla er útbúið er hráefnið bakað með olíu og oftast einhverri sætu eins og hlynsírópi eða hunangi sem gerir það stökkt undir tönn á meðan múslí er ekki bakað og inniheldur það oft hráa hafra.

- Auglýsing -

Í nýjasta Gestgjafanum finnur þú meiri fróleik um hráefnið hafra og fleiri uppskriftir þar sem hnetur og fræ leika aðalhlutverkið.

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -