2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Geggjað gróft pottbrauð með hnetum og rúsínum

Gróf brauð sem innihalda gróft mjöl og næringarríkar hnetur og fræ eru frábær kostur. Hér kemur uppskrift að geggjuðu grófu brauði sem bakað er í pottjárnspotti.

 

Pottbrauð með hnetum og rúsínum

300 g hveiti
200 g heilhveiti
100 g gróft haframjöl
50 g rúsínur
50 g graskersfræ
50 g heslihnetur
1 msk. salt
½ tsk. þurrger
5-6 dl vatn við stofuhita

Blandið öllu saman í skál með sleif, setjið plastfilmu yfir og látið standa við stofuhita í sólarhring. Hitið ofn í 220°C, látið pottjárnspott eða leirpott hitna með ofninum. Mótið hleif úr deiginu og setjið aftur í skálina.

AUGLÝSING


Setjið filmuna aftur yfir eða rakt viskustykki og látið brauðið lyfta sér í a.m.k. 30 mín., lengur ef tími er til. Takið pottinn úr ofninum og setjið brauðhleifinn varlega ofan í.

Bakið með lokinu á í 40 mín. takið það þá af og bakið brauðið áfram í u.þ.b. 30 mín.

Umsjón/stílisti: Kristín Dröfn Einarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni