Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Geggjað karamellukornfleksnammi með lakkrísbitum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara Pálsdóttir er, þrátt fyrir ungan aldur, þaulvanur bakarameistari. Þeir sem fylgjast með móður hennar, Hrefnu Dan, á samfélagsmiðlum hafa eflaust flestir orðið varir við hverja veisluna af annarri sem Sara vílar ekki fyrir sér að reiða fram fyrir heppna fjölskyldumeðlimi.

Vikan fékk Söru til að deila með lesendum einni af sinni uppáhaldsuppskrift sem hún fékk frá grgs.is. Geggjað karamellukornfleksnammi með lakkrísbitum sem erfitt er að standast.

Sara er snillingur í eldhúsinu. Karamellukornfleksnammi með lakkrísbitum er í uppáhaldi hjá henni.

300 g Dumle-karamellur
130 g smjör
200 g fylltar lakkrísreimar
90 g kornfleks, mulið

Bræðið karamellurnar og smjör saman í potti. Bætið fyllta lakkrísnum og kornfleksinu saman við og blandið vel saman. Setjið í form hulið með smjörpappír og geymið í frysti á meðan kremið er útbúið.

Krem

400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

Bræðið súkkulaðið og smjörið saman yfir vatnsbaði. Þegar það er tilbúið, hellið því yfir yfir kornflexnammið. Setjið aftur inn í frysti í u.þ.b. 30 mín. Takið út og skerið í góða munnbita.

- Auglýsing -
Nammi sem erfitt er að standast.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -