2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Geggjað pasta í kjötsósu með bræddum parmesanosti – ódýrt og gott í öll mál

Pasta er frábær matur sem afar handhægt er að matreiða og ekki spillir fyrir að pasta er ódýrt og hægt að matreiða það á ótal vegu. Hér er afar góður pastaréttur sem allir elska og hann er ljúfur með góðu salati og einu góðu glasi af ítölsku rauðvíni.

 

Bakað tagliatelle með kjötsósu – 45 mín.

fyrir 3-4

Þessi réttur tekur í heildina þrjú korter en þó fer ríflega helmingur eldunartímans fram í ofninum. Þetta er mjög auðveldur réttur sem slær í gegn hjá allri fjölskyldunni.

AUGLÝSING


500 g tagliatelle eða spagettí

1 msk. ólífuolía

1 laukur, saxaður

1 gulrót, söxuð

3 hvítlauksgeirar, saxaðir

¼ tsk. chili-flögur

1 bakki nautahakk

1 tsk. salt

½-1 tsk. nýmalaður svartur pipar

800 g tilbúin pastasósa, t.d. Napoletana-sósan frá Cirio

200 g rifinn mozzarella-ostur

50 g rifinn parmesan-ostur

Hitið ofninn í 180°C. Takið fram stórt eldfast mót og smyrjið með ólífuolíu, setjið til hliðar. Hitið ólífuolíu í stórri pönnu yfir meðalháum hita, bætið lauk og gulrót út á pönnuna og eldið þar til laukurinn verður glær, u.þ.b. 4 mín. Steikið hvítlaukinn og chili-flögurnar þar til það fer að ilma, u.þ.b. 1-2 mín. Bætið nautahakkinu út á pönnuna, saltið, piprið og steikið þar til kjötið hefur eldast í gegn, u.þ.b. 5 mín. Bætið pastasósunni út á pönnuna í skömmtum og hrærið vel saman við nautakjötið, látið malla í 10 mín. á meðan pastað sýður. Sjóðið vel saltað vatn í stórum potti og eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum en byrjið að athuga með það 2 mín. fyrir lok suðutímans. Takið einn bolla af pastavatni frá áður en því er hellt niður. Veltið pastanu upp úr kjötsósunni og bætið við pastavatni ef þarf til að allt samlagist vel. Takið helminginn af pastanu og dreifið úr því í eldfasta mótið, notið gaffal og snúið honum til að búa til 6 hreiður í pastanu. Sáldrið helminginum af ostinum yfir, setjið afganginn af pastanu í mótið og sáldrið restinni af ostinum yfir. Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mín. eða þar til osturinn gyllist.

Uppskrift/Nanna Teitsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Ljósmynd/Hákon Davíð Björnsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni