2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Geggjaðar nauta-tacos með pækluðum lauk og avókadó

Allir elska tacos enda skemmtilegur og þægilegur matur sem gaman er að gera og svo er hægt að leika sér með fjölbreytt hráefni og gera mismunandi útfærslur. Hér er ein ferlega góð og alls ekki svo flókin uppskrift.

 

Tacos uppskriftin dugir fyrir 3-4

Ef avókadóið lítur ekki nógu vel út er hægt að kaupa tilbúið guacamole í staðinn, passið bara að finna það í ferskvörudeildinni til að fá sem best gæði.

3 tsk. kummin
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
u.þ.b, 700 g nautasteik, gott er að nota þunnar steikur frekar en þykkar
1 rauðlaukur, þunnt sneiddur
1 dl rauðvínsedik
1 dl kalt vatn
2 tsk. salt
1 msk. sykur
2 avókadó, skorið í sneiðar
1 límóna, skorin í báta
tabasco-sósa eða önnur chili-sósa
10-15 litlar tortillu-kökur

AUGLÝSING


Blandið saman kummini, salti og pipar og nuddið því á nautasteikina og setjið til hliðar. Hrærið saman rauðvínsedik, vatn, salt og sykur og leggið sneidda rauðlaukinn ofan í, setjið til hliðar og látið pæklast þar til maturinn er tilbúinn. Hitið grillið á háum hita og steikið kjötið í 4-5 mín.báðum megin, eldunartími kjötsins fer þó eftir þykkt þess þannig að þykkari steikur gætu þurft lengri eldunartíma. Flytjið kjötið yfir á bakka og pakkið inn í álpappír, látið standa í 10 mín. áður en það er skorið í þunnar sneiðar. Grillið tortillukökurnar á grillinu þar til þær hafa hitnað og tekið á sig lit. Leggið kjöt, avókadósneiðar og pæklaðan rauðlauk ofan á tortillu-köku, kreistið safa úr límónusneið yfir og sáldrið tabasco-sósu yfir eftir smekk.

Umjón: Nanna Teitsdóttir
Ljósmynd: Aldís Pálsdóttir
Stílisti: Bergþóra Jónsdóttir

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni