Hér deilum við uppskrift að vegan kúrbítssnittum með reyktu tómatmauki sem vöktu lukku í tilraunaeldhúsi Gestgjafans.
KÚRBÍTSSNITTUR MEÐ REYKTU TÓMATMAUKI
20-22 stk.
2 meðalstórir kúrbítar, rifnir
2 msk. vatn
2 hvítlauksgeirar, fínt maukaðir
120 g kjúklingabaunamjöl (gram flour eða chickpea flour), fæst í sérverslunum
¼ tsk. túrmerik
500 ml vatn
hnefafylli fersk basilíka, söxuð salt og nýmalaður svartur pipar.
Hitið ofninn í 180°C. Eldið kúrbítinn á pönnu, í u.þ.b. 10 mín., bætið 2 msk. af
vatni saman við ef þarf en talsverður vökvi er í kúrbítnum, hann á ekki að
steikjast heldur hálfpartinn að sjóða niður í vatninu. Blandið hvítlauknum
saman við og eldið í 3-4 mín.
Kryddið með salti og nýmöluðum pipar. Blandið kjúklingabaunamjöli, túrmeriki og ½ tsk. af salti saman við 500 ml af vatni í skál, hrærið saman og bætið síðan kúrbítnum og saxaðri basilíku út í. Klæðið meðalstórt ferkantað eldfast form með smjörpappír og hellið blöndunni í og bakið í 40 mín. Skerið í ferkantaða bita og setjið tómatmauk á hvern bita og skreytið t.d. með ristuðum furuhnetum, basilku og blaðlauksspírum.
REYKT TÓMATMAUK
3 msk. ólífuolía
2 stk. laukar, saxaðir
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 tsk. reykt paprika
140 g tómatmauk (paste)
1 ½ kg tómatar, saxaðir frekar
smátt
1 chili-aldin, saxað smátt
400 ml vatn
smakkið til með salti og pipar
Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið lauk og hvítlauk í um 5 mín., eða þar til hann hefur brúnast. Bætið reyktri papriku og tómatmauki saman við og látið eldast aðeins saman áður en tómötum, chili-aldini og vatni er bætt saman við.
Látið sjóða við vægan hita og hrærið af og til í blöndunni í um 20 mín., eða þar til blandan hefur þykknað nokkuð. Ef ykkur finnst maukið of þunnt setjið þá meira af tómatmauki saman við.
Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.