• Orðrómur

Geggjaðar vegan kúrbítssnittur með reyktu tómatmauki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér deilum við uppskrift að vegan kúrbítssnittum með reyktu tómatmauki sem vöktu lukku í tilraunaeldhúsi Gestgjafans.

KÚRBÍTSSNITTUR MEÐ REYKTU TÓMATMAUKI

20-22 stk.

2 meðalstórir kúrbítar, rifnir
2 msk. vatn
2 hvítlauksgeirar, fínt maukaðir
120 g kjúklingabaunamjöl (gram flour eða chickpea flour), fæst í sérverslunum
¼ tsk. túrmerik
500 ml vatn
hnefafylli fersk basilíka, söxuð salt og nýmalaður svartur pipar.

- Auglýsing -

Hitið ofninn í 180°C. Eldið kúrbítinn á pönnu, í u.þ.b. 10 mín., bætið 2 msk. af
vatni saman við ef þarf en talsverður vökvi er í kúrbítnum, hann á ekki að
steikjast heldur hálfpartinn að sjóða niður í vatninu. Blandið hvítlauknum
saman við og eldið í 3-4 mín.

Kryddið með salti og nýmöluðum pipar. Blandið kjúklingabaunamjöli, túrmeriki og ½ tsk. af salti saman við 500 ml af vatni í skál, hrærið saman og bætið síðan kúrbítnum og saxaðri basilíku út í. Klæðið meðalstórt ferkantað eldfast form með smjörpappír og hellið blöndunni í og bakið í 40 mín. Skerið í ferkantaða bita og setjið tómatmauk á hvern bita og skreytið t.d. með ristuðum furuhnetum, basilku og blaðlauksspírum.

REYKT TÓMATMAUK

3 msk. ólífuolía
2 stk. laukar, saxaðir
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 tsk. reykt paprika
140 g tómatmauk (paste)
1 ½ kg tómatar, saxaðir frekar
smátt
1 chili-aldin, saxað smátt
400 ml vatn
smakkið til með salti og pipar

- Auglýsing -

Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið lauk og hvítlauk í um 5 mín., eða þar til hann hefur brúnast. Bætið reyktri papriku og tómatmauki saman við og látið eldast aðeins saman áður en tómötum, chili-aldini og vatni er bætt saman við.

Látið sjóða við vægan hita og hrærið af og til í blöndunni í um 20 mín., eða þar til blandan hefur þykknað nokkuð. Ef ykkur finnst maukið of þunnt setjið þá meira af tómatmauki saman við.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

- Auglýsing -

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -