Í amstri dagsins leitum við að einhverju fljótlegu og einföldu til að elda. Kjúklingur er vinsælt hráefni enda hollur og þægilegur í matreiðslu. Hér er gómsætur réttur sem hægt er gera með lítilli fyrirhöfn, hvort sem er í miðri viku eða um helgi. Verði ykkur að góðu.
Kjúklingabringur með mexíkósku ívafi
2 msk. olía
4 kjúklingabringur
gróft sjávarsalt
svartur nýmalaður pipar
1 rauðlaukur, saxaður
8-12 jalapeno-aldin, saxað
1 krukka salsasósa
1 askja sýrður rjómi
40 g nachos-flögur
50 g gratínostur
½ búnt kóríander, saxað
Hitið ofninn í 180°C. Látið bökunarpappír á ofnplötu eða í stórt eldfast mót og penslið með olíunni. Raðið kjúklingabringunum á bökunarpappírinn og skerið 3-4 raufar ofan í bringurnar. Kryddið með pipar og saltið.
Látið laukinn og jalaplenoið ofan á bringurnar, síðan u.þ.b. 2 msk. af salsasósu á hverja bringu. Látið því næst 1 msk. af sýrðum rjóma ofan á hverja bringu. Myljið nachosflögurnar ofan á og látið ostinn yfir að lokum. Látið inn í ofninn og bakið í u.þ.b. 25-35.
Sáldrið kóríander yfir allt og berið fram með hrísgrjónum og salati.