Geggjaður veganmarens- sennilega betri en hefðbundinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að Íslendingar elski marens sem hefð er fyrir að gera úr eggjahvítum og sykri eins og flestir vita en færri vita að hægt er að gera geggjaðan veganmarens.

Eggjahvítur eru mjög próteinríkar en það er líka safinn af kjúklingabaunum og því hentar hann vel til að gera frábæran marens. Sérlega gaman er að prófa sig áfram og gera tilraunir, uppskriftin hér að neðan er gerð úr kjúklingabaunasafa í dós og strásykri en einnig er hægt að nota flórsykur.

Hitið ofn í 110°C. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og látið til hliðar. Hellið 400 g af soðnum kjúklingabaunum í dós í gegnum sigti og hafið skál undir fyrir vökvann. Geymið sjálfar kjúklingabaunirnar og nýtið til dæmis í pottrétti eða hummus. Notið þeytara og þeytið eggjahvítuvökvann þar til mjúkir toppar myndast líkt og á þeyttum eggjahvítum. Bætið 100 g af sykri saman við, 1 msk. í einu, og þeytið á meðan þar til blandan verður þykk og glansandi. Notið matskeið og setjið 8 cm breiðar doppur af blöndunni á bökunarplötuna. Bakið í 1 klst. og 15 mín. Gott er að setja möndlujógúrt og fersk ber ofan á marensinn fyrir veganeftirrétt sem ætti ekki að svíkja neinn.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -