• Orðrómur

Geggjuð blómkálssúpa með cheddar-osti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Súpur eru frábær máltíð í miðri viku og þær eru líka góður forréttur. Allir kannast við hina klassísku og sívinsælu blómkálssúpu en hér er svolítið öðruvísi útgáfa á ferðinni sem sló verulega í gegn í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. 

Blómkálssúpa með cheddar-osti
fyrir 4

u.þ.b. 5 msk. ólífuolía
1 laukur, smátt skorinn
1 fennel, skorið í þunnar sneiðar
1-2 tsk. sjávarsalt
½ -1 tsk. nýmalaður svartur pipar
1 msk. kumminfræ
1 stk. blómkál, u.þ.b. 700 g
1 stk. brokkólí, u.þ.b. 200 g
1 tsk. túrmerik
1 tsk. sinnepsduft (english mustard powder)
1 grænt epli, kjarnhreinsað og rifið niður
½ rautt chili-aldin, skorið smátt
1 lárviðarlau
1 msk. eplaedik
2 sneiðar af góðu súrdeigsbrauði, rifið niður
1 l heitt grænmetissoð
50 g cheddar-ostur, rifinn niður

- Auglýsing -

Hitið ofn í 200°C. Hitið 1 msk. af olíu í þykkbotna potti og steikið lauk og fennel þegar olían er orðin heit. Sáldrið  1 tsk. af sjávarsalti yfir og eldið í 10-15 mín. eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Á meðan grænmetið mallar, skerið niður blómkál og brokkólí og setjið á ofnskúffu eða í stórt eldfast mót. Sáldrið salti, pipar yfir og helmingnum af kumminfræjunum, hellið 2-3 msk. af ólífuolíu yfir. Eldið í 20-30 mín. eða þar til grænmetið er orðið stökkt og brúnað. Þegar laukurinn og fennelið í pottinum er orðið mjúkt bætið þá við restinni af kumminfræjunum, túrmeriki og sinnepsdufti. Eldið saman í 2-3 mín. og hrærið í á meðan. Bætið við eplum, chili, lárviðarlaufi, ediki og brauði. Eldið í 1 mín. og hellið því næst grænmetissoðinu saman við. Látið suðuna koma upp og látið malla í 15 mín. Setjið súpuna í blandara og maukið þar til hún er kekkjalaus. Hér má bæta við grænmetissoði ef súpan er of þykk. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið súpuna í skálar, setjið blómkál og brokkólí ofan á og sáldrið rifnum cheddar-osti yfir. Gott er að bera þessa súpu fram með hvítlauksbrauði.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ragnheiður Aðalsteinsdóttir

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -