• Orðrómur

Gekk langa leið til að kaupa límónuböku – Geggjaðar kökur frá leirlistafólki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margrét Jónsdóttir leirlistakona býr og starfar á Akureyri en hún segist snemma hafa heillast af leirnum. Gestgjafinn hitti hana á dögunum ásamt þremur öðrum leirlistasnillingum, þeim Bjarna Viðari, Þóru Breiðfjörð og Ólöfu Erlu en þau eru öll listabakarar og skelltu í gómsæta páskaköku fyrir lesendur blaðsins.

Margrét Jóndóttir
Mynd/ Auðunn Nielsson

kökudiskur eftir Margréti.
Mynd/Auðunn Níelsson

- Auglýsing -

Margrét gerði þessa unaðslegu límónuböku sem hún segist upphaflega hafa kynnst í Síle þar sem hún dvaldi hjá systur sinni en síðar hafi hún fundið svipaða köku þegar hún var í París og þá segist hún hafa gegnið langar leiðir. Hún segist ekki geta ferðast lengur hálfa leið yfir hnöttinn til að gæða sér á kökunni og því hafi hún fundið út úr því hvernig hún væri gerð og hefur þróað hana þannig að hún sé sem líkust þeirri sem hún kynntist í París.

Uppskriftina að límónubökunni er að finna í nýjasta tölublaði Gestgjafans ásamt unaðslegri svartskógartertu frá Ólöfu Erlu, æðislegri súkkulaðimúsar-marenstertu frá Bjarna Viðari og gómsætri brúnköku frá Þóru Breiðfjörð en einnig er að finna margar fleiri góðar uppskriftir í blaðinu og mætti nefna sturlað meðlæti með steikinni og spennandi eggjarétti og margt, margt fleira.

Ólöf Erla leirlistakona
Mynd/ Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Bjarni Viðar leirlistamaður
Mynd/ Hallur Karlsson

Þóra Breiðfjörð leirlistakona
Mynd/ Hallur Karlsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -