Gestgjafinn er kominn út – Fermingar og páskar

Deila

- Auglýsing -

Gestgjafinn er kominn í verslanir stútfullur af gómsætu og áhugaverðu efni!

Blaðið er að mestu tileinkað páskum og fermingum. Við bjóðum upp á fermingatertur, brauðtertu, grænmetissmárétti og tapasrétti sem henta vel í veislur. Við ræðum við Margréti í Hússtjórnarskólanum um fermingar hér áður fyrr og kíkjum inn á nýjan og spennandi veitingastað á Garðatorgi. Uppskriftir að dásamlegum páskasteikum er að finna í blaðinu og sömuleiðis er ítalskur matseðill ásamt yndislegum páskabröns. Í blaðinu má einnig finna skemmtilega ferðagrein um Edinborg þar sem bent er á nokkra góða matsölustaði jafnframt er umfjöllun um kokk ársins 2018. Vínsíður Dominique, Veitingahúsarýnin, Gott og gagnlegt og Árstíðir eru á sínum stað að vanda og margt, margt fleira.

 

- Advertisement -

Athugasemdir