2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Glæsilegt sumarblað Gestgjafans er komið út

Í nýja blaðinu er að finna einstaklega freistandi uppskriftir á sumarlegum og léttum nótum.

Sniðugir réttir á pallinn og í sumarbústaðinn ásamt einstaklega skemmtilegum og léttum pastaréttum sem Folda töfraði fram sem gæla við bragðlaukana.

Spennandi garðveisla og sjúklega góðar sumarkökur eru meðal efnis að ógleymdum rabarbararéttum og geggjuðum kjúklingaleggjum og -vængjum.

Þess má geta að allar uppskriftir í Gestgjafanum eru þróaðar af blaðamönnum blaðsins, þær eru allar prófaðar og eldaðar í tilraunaeldhúsi blaðsins. Bergþóra blaðakona lagði leið sína út á land ásamt Aldísi ljósmyndara en saman heimsóttu þær frumkvöðul í Þykkvabænum og litu inn á eþíópískan stað á Flúðum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

AUGLÝSING


Dominique fjallar um Gyllta glasið og Decanter-verlaunin Ásamt því að ræða fjóslykt í víni. Hanna fjallar um grunnatriði í vínsmökkun og parar nokkur vín við sumarréttina ásamt því að fræða okkur um Dubrovnik í Króatíu á ferðasíðunum.

Ekki missa af þessu glæsilega blaði!

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Lestu meira

Annað áhugavert efni