• Orðrómur

Góð ráð til að minnka matarsóun á heimilinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Með því að minnka matarsóun á heimilinu erum við ekki bara að spara pening heldur erum við að taka skref í rétta átt við að hjálpa umhverfinu, jörðinni og samfélaginu okkar í heild.

Hver einasta brauðsneið, kjúklingabringa og kartafla skiptir máli þegar kemur að því að sporna við því mikla vandamáli sem matarsóun er orðin. Með því að henda mat sem við kaupum erum við ekki aðeins að henda peningum í ruslið heldur einnig tímanum, orkunni og vatninu sem farið hefur í að búa til þessa matvöru. Ef við öll tileinkum okkur minni matarsóun getum við sem heild haft mikil áhrif.

  • Forðist stórar pakkningar og verið raunsæ með hversu mikinn mat þarf að kaupa inn
    fyrir vikuna. Matvörubúðir bjóða oft upp á tilboð sem virðast í fyrstu vera mjög hagstæð en þau eru ekki hagstæð ef henda þarf helmingnum af hráefninu í lok vikunnar.
  • Salatblöð virðast stundum verða út undan og eru ekki með langan líftíma. Gott er
    setja þau í box með votum eldhúspappír undir. Harðgerð salöt er hægt að steikja með sojaósu og hvítlauk og hafa sem meðlæti með matnum. Klettasalat er einnig frábært í pestó.
  • Frystið matarafganga en munið að merkja þá með nafni og dagsetningu. Passið að afgangarnir séu vel innpakkaðir þannig að ekki komi frostbit í matinn. Það getur verið sniðugt að skrá niður það sem fer inn í frysti þannig að matur gleymist ekki eins og vill verða.
  • Verið meðvituð um hvað er til inni í ísskápnum og frystinum. Með því að fara í gegnum ísskápinn og frystinn í hvert sinn sem keypt er inn er hægt að koma í veg fyrir að matur gleymist sem auðveldlega væri hægt að nota.
  • Látið frystinn vinna með ykkur! Ef keyptur er kjúklingur eða fiskur til dæmis er hægt að taka helminginn strax og setja í frystipoka ef ekki þarf að nota allt strax. Brauð, pítubrauð og tortillur er alltaf gott að eiga í frysti og sniðugt að setja strax inn í frystinn til að auka geymsluþolið. Þetta er allt hráefni sem geymist í frystinum og gott til að grípa í. Með því að vera duglegri að nýta frystinn er hægt að spara helling í matarinnkaupum.
  • Passið að loka vel matvöru sem hefur verið opnuð eins og ost og kjötálegg. Gott er að vefja matvöru fyrst inn í smjörpappír og síðan annaðhvort í rennilásapoka eða setja í loftþétt box.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -