2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gómsæt grænmetisbaka með kirsuberjatómötum og sveppum

Grænmetisbökur fylltar með sérvöldu íslensku grænmeti eru frábærar jafnt hversdags sem til hátíðabrigða. Þessi baka er sérstaklega falleg útlits og er frábær tilbreyting fyrir kvöldmatinn í miðri viku.

 

Grænmetisbaka með kirsuberjatómötum og sveppum

Bökuskel
5 dl spelt
1 dl haframjöl
120 g smjör, mjúkt
2 msk. kalt vatn
½ tsk. salt

Setjið spelt, haframjöl, smjör, vatn og salt í hrærivélarskál og hnoðið saman. Pakkið deiginu í plastfilmu og geymið í kæli í 30 mín. Hitið ofninn í 180°C. Fletjið deigið út og setjið í bökuform, einnig er hægt að rífa deigið niður á rifjárni og þrýsta því í formið. Pikkið botninn með gaffli og forbakið bökuskelina í 10-15 mín.

Fylling
250 g kirsuberjatómatar
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
250 g sveppir
100 g spínat
4 egg
1 lítil dós kotasæla
1 kúla ferskur mozzarella-ostur
1 tsk. dijon-sinnep
3 hvítlauksgeirar
1-2 greinar fersk basilíka
salt og nýmalaður pipar

AUGLÝSING


Hitið ofninn í 180°C. Skerið tómatana í tvennt og veltið upp úr olíu, salti og pipar. Raðið þeim á ofnplötu klædda bökunarpappír, með sárið upp og bakið í 20 mín. Skerið sveppi í sneiðar og léttsteikið á pönnu.

Gufusjóðið spínat í 5 mín., kælið og kreistið mesta safann úr því. Sláið saman egg og kotasælu. Skerið mozzarella-ost í bita og bætið í eggjablönduna, ásamt tómötum, sveppum og spínati. Pressið hvítlauk og blandið saman við, ásamt sinnepi og basilíku. Saltið og piprið.

Hellið blöndunni í forbakaða bökuskelina og bakið í 30 mín. eða þar til bakan er fallega gullin.

Umsjón / Jóhanna Viggósdóttir
Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni