2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gómsæt sítrónu-kúrbítskaka

Hér kemur uppskrift að gómsætri köku þar sem kúrbítur er uppistaðan. Bragðgóð og seðjandi.

 

Kökur:

1 kúrbítur
2 dl sykur
2 egg
2 ½ dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 msk. birkifræ (fæst m.a. í TIGER)
6 msk. smjör
1 msk. sítrónubörkur
1 msk. sítrónusafi

Hitið ofninn í 160°C. Afhýðið kúrbítinn og rífið niður með fínu rifjárni. Setjið hann í sigti og sigtið umfram vökva frá. Þeytið sykur og egg saman. Bætið þurrefnunum út í og þar á eftir smjöri, sítrónusafa og berki.  Setjið í form og bakið í 50-60 mín.

AUGLÝSING


Krem

2 ½ dl flórsykur
2 msk. sítrónusafi

Blandið öllu saman og hellið yfir kökuna.

Umsjón / Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Mynd / Rut Sigurðardóttir
Stílisti /Helga Sif Guðmundsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni