Gómsætar og sniðugar bökur í páskabrönsinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á páskum er heft fyrir því að elda lamb en gaman er að vera með páskabörns til dæmis í hádeginu á páskadag eða á annan í páskum. Þessar smjördeigsbökur eru afskaplega sniðugar og gómsætar og smart með fersku salati og léttri sósu.

 

Smjördeigsbökur með sætum kartöflum, fetaosti og ristuðum pekanhnetum
u.þ.b. 12 bökur

4 smjördeigsplötur, hægt að kaupa frosnar í flestum matvörubúðum
1 sætukartafla, afhýdd og skorin í litla bita
2 msk. ólífuolía
1 tsk. sjávarsalt
hnefafylli ferskt timían, laufin tekin af greinunum og söxuð smátt
100 g cheddar-ostur, rifinn með grófu rifjárni
60 g fetaostur, hreinn
hnefafylli pekanhnetur, ristaðar í ofni í 10 mín. og gróflega saxaðar

Hitið ofn í 180°C. Skerið hverja smjördeigsplöru í þrjá jafna hluta og skerið með fram hliðum á hverri plötu þannig að myndist kantur. Látið plöturnar þiðna á ofnlötu með smjörpappír. Passið að hafa gott bil á milli, gott er að dreifa þeim á tvær plötur. Bakið smjördeigið í 10-12 mín., það er í lagi að deigið sé ekki alveg eldað í gegn þar sem það fer aftur inn í ofninn. Látið kólna og notið lítinn hníf og fingurna til að losa toppinn frá sem hefur myndað eins konar lok ofan á smjördeiginu. Notið fingurna til að taka deigið innan úr þannig að myndist hola í hverri böku fyrir fyllinguna. Setjið til hliðar. Setjið sætukartöflubitana í skál með ólífuolíu, sjávarsalti og timjan og dreifið á bökunarplötu með smjörpappír. Bakið í 10-12 mín., eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn. Fyllið smjördeigsbökurnar til helminga með rifnum cheddar-osti og fetaosti, setjið því næst sætukartöflurnar og þrístið fyllingunni aðeins niður. Dreifið örítið af fetaosti yfir sætukartöflurnar og bakið bökurnar í um 4-5 mín. eða þar til osturinn byrjar að bráðna.

Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Sjúklega góðir sveppir með spínatfyllingu

Grænn og gómsættur réttur sem gleður bragðlaukana. Spínatfylltir sveppir, hugsaður sem annað hvort smáréttur eða meðlæti fyrir 8 4 meðalstórir...