• Orðrómur

Götubitinn – Reykjavík Street Food opnar „pop up“ veitingastað í haust

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Veitingastaðurinn verður staðsettur á Klapparstíg 30 þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. 

Þar munu koma fram 2-3 mismunandi söluaðilar hverju sinni og taka yfir eldhúsið og kynna nýjungar í matargerð í anda götubita (street food).

„Hugmyndin er að það verði alltaf  eitthvað nýtt og spennandi í hverri viku,“ segir Róbert Aron Magnússon framkvæmdastjóri.

- Auglýsing -

Mynd / Aðsend

Húsnæðinu verður lítið breytt enda allt til alls og er hugmyndin að búa til fínni útgáfu af götubita stemningu án þess þó að tapa sjarmanum sem götubiti hefur upp á að bjóða.  Einnig verður starfræktur pop up bar og verða allskyns viðburðir í gangi samhliða.  Til að byrja með verður aðeins opið fimmtudaga til laugardaga. Að auki þá mun Reykjavik Street Food halda reglulega viðburði í Hjartagarðinum og reyna að endurlífga þetta annars skemmtilega svæði í samstarfi við aðra rekstraraðila á svæðinu.

„Þetta er einstakt tækifæri fyrir matsöluaðila sem vilja prófa ný „concept“ eða vilja prófa sig áfram í spennandi matargerð áður en farið er í miklar fjárfestingar sem fylgja því að opna sinn eigin veitingastað,“ segir Róbert. „Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu „pop up“ ævintýri geta haft samband með tölvupósti [email protected].“

- Auglýsing -

Þeir aðilar sem hafa staðfest þáttöku í þessu verkefni núþegar eru Silli Kokkur og Vængjavagninn (Just Wingin It) En þess má geta að Silli Kokkur sigraði keppnina um besta götubitann 2020 og hafnaði Vængjavagninn í öðru sæti.

Mynd / Aðsend

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -