2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Græjur sem flýta fyrir í eldhúsinu

Réttu tólin geta gert kraftaverk í eldhúsinu og flýtt fyrir. Þetta eru nokkur góð tól sem óhætt er að mæla með.

Eplaskeri: Tilvalinn þegar sneiða á epli í eplabökur, kökur eða eftirrétti en einnig til að setja í nestispoka en munið þá að setja sítrónusafa yfir svo eplin verði ekki brún.

Mandólín: Þessi græja er í miklu uppáhaldi hjá okkur en með henni er hægt að rífa og skera í afar þunnar sneiðar á augabragði, en tækið er flugbeitt svo passið puttana. Til eru sérstakir hanskar fyrir mandólín.

Eldhússkæri: Vönduð og voldug eldhússkæri koma sér oft vel og geta sparað tíma, notið þau t.d. til að búta sundur kjúkling og klippa kryddjurtir út í mat.

Töfrasproti: Góður til að mauka og hræra á fljótlegan hátt, töfrasproti er sérstaklega þægilegur til að mauka mat í ílátunum sem þau eru búin til í og sparar þannig uppvask.

AUGLÝSING


Grænmetiskvörn: Frábær handsnúin græja sem sker og saxar grænmeti á stuttum tíma, ekkert bretti og enginn hnífur, bara allt í ílátið og togað í spotta.

Matvinnsluvél: Í góðri matvinnsluvél er hægt að mauka, saxa, rífa og hnoða á örskotstundu.

Sítrónupressa: Góð sítrónupressa getur sparað tíma og safinn næst vel og fljótt með sítrónupressum eins og þessari.

Rifjárn: Gott og vandað rifjárn getur sparað tíma í eldhúsinu. Oft er fljótlegra að rífa en að saxa með hníf. Athugið að rifjárn ganga úr sér og þau þarf að endurnýja með nokkurra ára millibili.

 

    Góður hnífur: Almennilegur og vel brýndur hnífur skiptir sköpum við eldhúsverkin, vandið valið og brýnið hnífinn reglulega, víða er hægt að fá lítil og þægileg brýni.Hvítlaukspressa: Öflug hvítlaukspressa sem þolir að geirarnir séu settir í án þess að taka hýðið af er tímasparandi.

Hvítlaukspressa: Öflug hvítlaukspressa sem þolir að geirarnir séu settir í án þess að taka hýðið af er tímasparandi.

    Eggjaskeri: Góður eggjaskeri flýtir fyrir við skurð á harðsoðnum eggjum en er einnig góður til að sneiða tómata, ólífur, sveppi og jarðarber.

Hraðsuðupottur: Eldun í hraðsuðupotti tekur einn þriðja af venjulegum eldunartíma. Hentar vel fyrir hrísgrjón, baunir, soð, súpur, pottrétti og stór kjötstykki.

Lestu meira

Annað áhugavert efni