• Orðrómur

Græn jól Hönnu Hlífar, grænkera og sælkera

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hanna Hlíf Bjarnadóttir, höfundur bókarinnar Eldhús grænkerans, er sælkeri fram í fingurgóma. Hér gefur hún okkur uppskriftir að ljúffengum réttum sem sóma sér fullkomlega á græna matarborðið um jólin.

 

Forréttur
Polenta með osti og sveppum
fyrir 4-6

1,2 l vatn
2,5 dl polenta-mjöl
60 g sterkur cheddar-ostur, rifinn
3 msk. smjör, helst Arla
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 tsk. ferskur pipar,
1 tsk. gróft salt

Hitið vatn upp að suðu og hrærið polenta-mjöli saman við, látið sjóða þar til polentan fer að þykkna, lækkið þá hitann og hrærið vel saman, látið malla í u.þ.b. 30-40 mín. Bætið þá osti, smjöri, hvítlauk og pipar og salti saman við. Setjið í ferkantað ílát sem hefur verið klætt bökunarpappír og látið harðna.

- Auglýsing -

Skerið í jafna bita, eftir smekk, t.d 5×5 cm og steikið á pönnu þar til polentan er orðin gullin að lit.

Smjörsteiktir sveppir

5 msk. smjör, helst Arla
70-100 g sveppir, stundum eru til baby button-sveppir, annars bara venjulegir, skornir í bita
1 tsk. ferskt tímían
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 msk. tamari, clearspring
1 msk. agave-síróp, má sleppa
pipar eftir smekk

- Auglýsing -

Bræðið smjör á pönnu, bætið sveppum saman við og léttsteikið, bætið við tímían, hvítlauki, tamari og agave og smakkið til með pipar.

Fylling:

50 g sæt kartafla, rifin og vel þerruð
2 msk. sólblómaolía, helst Vigean
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 msk. tamari-sósa
1 msk. rifsberjahlaup
1 camembert-ostur, helst franskur

- Auglýsing -

Stillið ofn á 200°C. Hitið olíu við háan hita, steikið sætu kartöflurnar upp úr olíunni þar til þær hafa brúnast vel, lækkið hitann, bætið þá tamari-sósu saman við ásamt hvítlauk og að síðustu rifsberjahlaupi, hrærið allt vel saman. Skerið camembert-ostinn í sneiðar.

Setjið ostinn og fyllinguna á milli tveggja polentusneiða og látið inn í ofn þar til osturinn er vel bráðnaður. Færið svo á disk og látið sveppi og smjörið á pönnunni yfir.

Við þökkum Hönnu fyrir að deila með okkur þessum góðu uppskriftum sem sóma sér líka vel sem meðlæti með kjöti fyrir þá sem borða allt!

Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -