• Orðrómur

Grænertuborgari með rauðkáli og kotasælu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grænmetisréttir geta verið mjög fjölbreyttir og þarf það ekki að koma niður á bragði eða áferð í matnum að sleppa kjötinu af og til. Þvert á móti þá býður grænmetismatur upp á marga möguleika og spennandi getur verið að prófa sig áfram með öllum þeim nýjungum í korni, kryddi og grænmeti sem fæst nú hérlendis.

 

Grænertuborgari með rauðkáli og kotasælu

fyrir 4

3 msk. ólífuolía
8 skalottlaukar, fínt saxaðir
1 hvítlauksgeiri, kraminn
1 msk. hvítvínsedik
700 g frosnar grænar ertur, afþýddar. Gott að setja baunirnar í skál með heitu vatni í nokkrar mín. og sigta síðan frá vökvanum
20 g mynta, laufin tekin af greinunum og skorin fínt
4 egg
100 g hveiti
150 g ljóst brauðrasp eða panko (japanskt brauðrasp)
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
olía til steikingar

- Auglýsing -

Hitið pönnu á miðlungshita með ólífuolíu og steikið skalottlauk og hvítlauk saman í 5-8 mín. Hrærið reglulega í lauknum. Bætið við hvítvínsediki og eldið saman í 2 mín. Takið laukinn af hitanum og setjið til hliðar.

Setjið baunirnar í matvinnsluvél og maukið saman í stuttum slögum. Baunirnar eiga að losna í sundur en ekki að maukast. Setjið baunirnar í stóra skál og hrærið saman við skalottlauks- og hvítlauksblönduna, myntu, 1 egg, ½ tsk. salt og 1½ tsk. af nýmöluðum svörtum pipar.

Setjið bökunarpappír á plötu sem passar í frystinn. Takið um 60 g af blöndunni í einu og mótið borgara úr blöndunni. Setjið borgarana á plötuna og frystið í um 2 klst. Setjið 3 egg í skál og hrærið lauslega saman með gaffli. Setjið hveiti og brauðrasp í sitthvora skálina. Takið borgarana úr frystinum, einn í einu.

- Auglýsing -

Veltið hverjum borgara upp úr hveitinu og dustið auka hveitið af. Veltið borgaranum því næst upp úr egginu og að lokum upp úr brauðraspinu. Setjið til hliðar á disk og endurtakið ferlið með restina af borgurunum.

Látið borgarana þiðna við stofuhita í um 40 mín. áður en þeir eru steiktir. Hitið ofn í 220°C. Setjið olíu á pönnu svo hún nái um 2,5 cm upp frá brúninni. Látið olíuna hitna og steikið borgarana í skömmtum í um 4 mín. á hvorri hlið. Hitið borgarana í 6 mín. inn í ofni áður en þeir eru bornir fram.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -