Möguleikarnir eru í rauninni endalausir þegar kemur að bökum, bæði hvað deig og fyllingu varðar og því er svo gaman að búa þær til. Tilvalið er að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og setja alls konar afganga eða það sem til er í ísskápnum í fyllingu ásamt eggjum og osti.
Hér deilum við uppskrift að frábærri grænmetisböku.
GRÆNMETISBAKA MEÐ ÞISTILHJÖRTUM OG ÓLÍFUM
6-8 sneiðar
200 g heilhveiti
½ tsk. cayenne-pipar
1 tsk. sjávarsalt
100 g smjör í bitum
1 egg
3 msk. vatn
Hitið ofninn í 180°C. Blandið hveiti, pipar og salti saman í skál, setjið smjörið saman við
og hnoðið í smástund. Bætið svo eggi og vatni saman við og hnoðið í deig. Pakkið inn í plastfilmu og látið í ísskáp í ½ tíma. Notið 7-8 lítil form eða eitt kringlótt 22-24 cm.
Fletjið út og breiðið yfir bökuformið og látið ná upp á brúnirnar. Setjið farg ofan á botninn, eins og kjúklingabaunir eða hrísgrjón með smjörpappír á milli. Bakið í 15 mín. og takið út.
FYLLING
200 ml rjómi
3 egg
1 skalotlaukur, saxaður smátt
130 g cheddar-ostur, rifinn
2 tsk. þurrkað tímían
1 krukka ætiþistlar, skornir í bita
1 krukka ólífur, skornar gróft
1 smátt skorin pera með hýðinu
50 fetaostur, saxaður gróft
Setjið eggin í skál, bætið rjómanum saman við og pískið saman. Bætið ostinum
saman við ásamt öllu öðru. Hellið í bökuskálina og dreifið fetaostinum yfir. Bakið í 30 mín.
Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.