• Orðrómur

Grænmetisbuff grænt og gómsætt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eitt það besta í heiminum er brakandi ferskt grænmeti. Möguleikarnir til að elda og nýta þetta holla og góða hráefni eru margir hvort sem grænmetið er notað sem meðlæti eða aðalréttur.

Hér brugðum við á leik og lékum okkur með hráefnið, stíliseringuna og myndatökuna og við hvetjum alla til að gerast tilraunamenn í eldhúsinu þegar kemur að því að útbúa góða grænmetisrétti.

 

Grænmetisbuff

8-10 stk

- Auglýsing -

300 g nýjar kartöflur með hýði
½ meðalstórt blómkálshöfuð í bitum
1 laukur, skorinn gróft
100 g grænar baunir
1 grænt chili-aldin, fræin notuð með
2 hvítlauksgeirar, skornir gróflega
½ tsk. túrmerik
2 tsk karrí
300 g hrá rauðrófa, söxuð smátt,
50 g ferskt kóríander (einn bakki), saxað
smakkið til með salti og pipar
100 g brauðrasp
300 ml olía til steikingar eða eftir þörfum

Látið kartöflur, blómkál og lauk í pott með vatni og látið sjóða þar til kartöflurnar eru soðnar í gegn. Hellið vatninu af og setjið í matvinnsluvél ásamt grænum baunum, chili-aldini, hvítlauk og kryddi.

Maukið gróflega. Setjið blönduna í skál og bætið rauðrófunum saman við ásamt kóríander, smakkið til með salti og pipar. Gott að kæla deigið í að minnsta kosti 1 klst. í ísskáp. Mótið 8-10 buff úr deiginu og veltið þeim upp úr brauðraspi. Steikið í olíunni í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þau verða gullinbrún að lit.

- Auglýsing -

Til dæmis gott að bera buffin fram með hvítkálshrásalatinu.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -