2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Grænmetispaté á veisluborðið

Það er góð regla að bjóða ávallt upp á eitthvað sem grænmetisætur geta borðað í veislum og matarboðum þó svo að allir réttirnir þurfi kannski ekkert endilega að vera úr grænmeti, gaman er að blanda saman og gefa fólki val. Hér kemur uppskrift að grænmetispaté sem er fullkomið á veisluborðið.

Grænmetispaté
u.þ.b. 12 sneiðar

2 msk. olía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
2 sellerístönglar, smátt saxaðir
1 msk. hveiti
200 g tómatmauk (tómarpúrra)
125 g heilkorna brauðrasp
5 meðalstórar gulrætur, rifnar eða skornar smátt
100 g heslihnetur, ristaðar og malaðar
1 msk. sojasósa
2 msk. ferskur kóríander, saxaður
1 egg, pískað
1 tsk. sjávarsalt
2 tsk. nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 180°C. Steikið laukinn upp úr olíunni í nokkrar mínútur, passið að hann brúnist ekki, bætið selleríi út í og steikið í 1-2 mín. með lauknum. Setjið hveiti saman við ásamt tómatmaukinu og hrærið vel saman.

Takið af hellunni. Setjið brauðrasp, gulrætur, hnetur, sojasósu og kóríander í skál og blandið því sem er á pönnunni saman við ásamt eggi. Bragðbæætið með salti og pipar.

AUGLÝSING


Setjið deigið í 22 cm formkökuform sem hefur verið klætt með bökunarpappír eða smurt með smjöri. Setjið álpappír yfir og bakið í 1 klst.

Kælið og takið síðan úr forminu. Þetta paté er gott að bera fram með sýrðum rjóma og söxuðum kóríander eða hummus.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni