• Orðrómur

Grænmetisréttur fyrir sælkera: Tómat- og ólífubökur með möndlum og tímíani

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessar sælkeragrænmetisbökur verða allir að prófa en þær eru einstaklega ljúffengar og góðar. Gott er að bera þær fram með einföldu fersku salati og þá er tilbúin hollt og létt máltíð.

 

Tómat- og ólífubökur með möndlum og tímíani

fyrir 4-6

140 g ósaltað smjör, mjúkt
2 egg, hrærð saman
65 g brauðmylsna
80 g möndlumjöl
2 hvítlauksgeirar, marðir
100 g kotasæla
20 g rifinn parmesanostur
u.þ.b. 15 g tímíanlauf
400 g smjördeig, eða 5
smjördeigsplötur
olía, til að smyrja bökunarplötuna
5-6 stk. tómatar, skornir í 1 cm þykkar sneiðar
50 g svartar steinlausar ólífur
2 msk. ólífuolía
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

- Auglýsing -

Hitið ofn í 220°C. Setjið smjörið í hrærivélarskál með þeytaranum og hrærið saman þar til smjörið verður létt og ljóst. Bætið einu eggi saman við í einu og hafið vélina í gangi á miðlungshraða. Ef blandan skilur sig er hægt að setja örlítið af brauðmylsnunni saman við og hræra áfram.

Þegar öll eggin eru komin saman við, stöðvið vélina og bætið brauðmylsnu, möndlumjöli og hvítlauk saman við. Hrærið þar til allt hefur samlagast vel. Hrærið varlega saman við blönduna með sleif kotasælu, parmesanosti, helmingnum af tímíanlaufunum, ½ tsk. af svörtum pipar ásamt ¼ tsk. af salti.

Smyrjið bökunarplötu með olíu og rúllið smjördeiginu út á bökunarplötuna eða ef notaðar eru lengjur leggið þær með örlitlu millibili á bökunarplötuna. Notið spaða til að smyrja möndlublönduna ofan á smjördeigið og skiljið eftir u.þ.b.1 cm á hliðunum á deiginu.

- Auglýsing -

Dreifið ólífunum yfir möndlublönduna og raðið tómatsneiðunum því næst ofan á þannig að þær leggist örlítið ofan á hverja aðra. Dreifið restinni af tímíanlaufunum yfir tómatana ásamt ólífuolíu, ¼ tsk. sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar. Bakið í 15 mín. á 220°C. Lækkið hitann í 200°C og bakið bökuna áfram í 8-10 mín. eða þar til botninn er fullbakaður.

Takið úr ofninum og látið bökuna eða bökurnar kólna örlítið áður en þær eru bornar fram. Gott er að bera þessa böku fram með einföldu fersku salati.

Stílsiti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/ Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -