Grillaður hamborgari með gúrkum, rauðrófum og mozarella-osti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grilltíminn er genginn í garð hjá mörgum og ilmurinn af grilluðu kjöti og grænmeti farinn að svífa um borg og bæ.

 

Vinsælt er að grilla hamborgara enda eru þeir bæði fljótlegir og góðir. Galdurinn við góða hamborgara er, fyrir utan að nota úrvalskjöt, að grilla þá ekki of mikið og svo skiptir höfuðmáli að vera með alls konar sælkeramauk og meðlæti til að setja á hamborgarann eða bera fram með honum. Hér er spennandi sælkerauppskrift úr smiðju Gestgjafans sem allir ættu að geta gert og þótt það virki flókið að gera strimlakartöflurnar er það alveg þess virði því þær eru æðislegar með borgaranum.

Grillaður hamborgari með gúrkum, rauðrófum og mozarella-osti
fyrir 4

4 hamborgarabrauð
2 msk. hunang
2 msk. wasabi-sesamfræ, fást í Garra
2 msk. sesamfræ
4 gæðahamborgarar, 200 g stk.
hamborgarakrydd eftir smekk
salt pipar
1 agúrka, rifin
4 tómatar, skornir í sneiðar
4 msk. rauðrófugló frá Móður jörð
2 mozarella-kúlur, skornar í sneiðar
2 msk. steinselja

Hitið ofn í 200°C. Penslið ½ tsk. af hunangi á efri hlutann á hverju hamborgarabrauði,
sáldrið sesamfræjunum yfir og látið í ofninn í 2-3 mínútur. Kryddið hamborgarana með hamborgarakryddi og saltið og piprið.

Grillið eða steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið en þegar um 1 mín. er eftir af seinni hliðinni setjið þá 2 mozzarella-sneiðar á hvern ham borgara og látið ostinn bráðna aðeins. Smyrjið sósunni á neðri hluta brauðsins, setjið svo gúrku- og tómatsneiðar á, látið kjötið með mozzarella-ostinum ofan á, setjið svo rauð rófugló og steinselju yfir og berið fram með kartöflunum, sósunni og jafnvel góðu salati. Strimlafranskar 2 bökunarkartöflur salt pipar bragðlítil olía, til djúpsteikingar

Rífið kartöflurnar niður í litla strimla með mandólíni eða skerið í höndunum mjög
þunnt. Setjið olíu í góðan þykkbotna pott, passið að olían nái ekki yfir nema helminginn af pottinum. Hitið olíuna að 180°C. Setjið helminginn af strimlunum í pottinn og steikið í u.þ.b. 3 mínútur eða þar til þeir eru orðnir fallega gullinbrúnir.

Takið upp úr pott inum með sigtispaða og látið á eld húsrúllu. Steikið seinni hlutann og gerið eins. Þegar olían hefur lekið ágætlega af frönsku kartöflunum setjið þær þá í skál og bragð bætið með pipar og salti. Gúrkusinnepssósa 2 dl majónes 2 súrar gúrkur, smátt skornar 1 tsk. dijon-sinnep 1 tsk. chili-mauk salt, pipar
Blandið öllu saman í skál.

Strimlafranskar

2 bökunarkartöflur
salt
pipar
bragðlítil olía, til djúpsteikingar

Rífið kartöflurnar niður í litla strimla með mandólíni eða skerið í höndunum mjög þunnt. Setjið olíu í góðan þykkbotna pott, passið að olían nái ekki yfir nema helminginn af pottinum. Hitið olíuna að 180°C. Setjið helminginn af strimlunum í pottinn og steikið í u.þ.b. 3 mínútur eða þar til þeir eru orðnir fallega gullinbrúnir. Takið upp úr pottinum með sigtispaða og látið á eldhúsrúllu. Steikið seinni hlutann og gerið eins. Þegar olían hefur lekið ágætlega af frönsku kartöflunum setjið þær þá í skál og bragðbætið með pipar og salti.

Gúrkusinnepssósa

2 dl majónes
2 súrar gúrkur, smátt skornar
1 tsk. dijon-sinnep
1 tsk. chili-mauk
salt, pipar

Blandið öllu saman í skál.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira